Fótbolti

Skipað að æfa með unglingarliðinu eftir að hafa móðgað Blanc

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aurier sækir hér upp hægri kantinn í leik með PSG.
Aurier sækir hér upp hægri kantinn í leik með PSG. Vísir/getty
Paris Saint-Germain tilkynnti í dag að bakvörðurinn Serge Aurier myndi æfa næstu þrjár vikurnar með varaliðinu en að hann ætti framtíð fyrir sér hjá félaginu.

Aurier var settur í ótímabundið bann frá félaginu á dögunum fyrir að móðga Laurent Blanc, knattspyrnustjóra liðsins. Þá kallaði hann liðsfélaga sinn trúð þegar hann svaraði spurningum stuðningsmanna á samskiptamiðlinum Periscope.

Aurier var á sínum tíma dæmdur í þriggja leikja bann fyrir ummæli sín um hollenska dómarann Björn Kuipers á Facebook-síðu sinni.

PSG tilkynnti í dag að hann myndi æfa með unglingaliði félagsins næstu vikurnar og leika í 4. deildinni í Frakklandi en hann mun fyrir vikið missa af leik liðsins gegn Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×