Erlent

Tyrkneskum blaðamönnum sleppt úr haldi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fjöldi fólks fagnaði þegar blaðamönnunum var sleppt.
Fjöldi fólks fagnaði þegar blaðamönnunum var sleppt. vísir/epa
Tveimur tyrkneskum blaðamönnum, sem sakaðir voru um að hafa uppljóstrað ríkisleyndarmálum, var í dag sleppt úr haldi eftir þriggja mánaða fangelsisvist.

Mennirnir, Can Dundar og Erdem Gul, störfuðu fyrir blaðið Cumhuryiet og voru ákærðir eftir að hafa birt frétt þess efnis að tyrknesk stjórnvöld hefðu sent íslamistum í Sýrlandi vopn. Saksóknarar kröfðust margfaldrar lífstíðarrefsingar.

Stjórnarskrárdómstóll í Tyrklandi komst í gær að þeirri niðurstöðu að handtakan hefði verið brot á rétti þeirra til frelsis og öryggis, sem og fjölmiðlafrelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×