Dagur: Fótboltastrákarnir geta komið á óvart í Frakklandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2016 17:56 Dagur hefur trú á fótboltastrákunum okkar. Samsett mynd/Vísir/Getty Dagur Sigurðsson var í viðtali á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem hann ræðir bæði árangur sinn með þýska handboltalandsliðinu og áhuga sinn á knattspyrnu. Dagur gerði Þýskaland að Evrópumeistara í handbolta sem kunnugt er en árangurinn vakti gríðarlega athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Dagur var með ungt og óreynt lið í höndunum vegna meiðsla margra lykilmanna. Margir af stærstu knattspyrnustjörnum Þýskalands óskuðu Degi og hans mönnum til hamingju með árangurinn og segir Dagur að þeir hafi vel merkt hversu góðan og víðtækan stuðning liðið fékk. Í greininnni er sagt frá því að Dagur hafi á sínum tíma æft fótbolta og að hann eigi að baki leiki með U-17 liði Íslands. „Ég hafði gaman að báðum íþróttum og var ekkert að velta því fyrir mér þá hvort ég yrði atvinnumaður í íþróttum,“s sagði Dagur í viðtalinu. „Ég ákvað að spila handbolta vegna þess að ég átti fleiri vini þar.“Vísir/GettyElskar ensku úrvalsdeildina Dagur segist fylgjast mjög vel með fótbolta og fari oft á völlinn til að sjá Herthu Berlín spila. Hann elskar ensku úrvalsdeildina eins og margir Íslendingar og þá sérstaklega Manchester United, segir hann. „Ég fer oft á leiki í Englandi. Ég var til dæmis á fyrsta leik Jürgen Klopp með Liverpool þegar liðið mætti Tottenham. Það var gaman,“ sagði hann. Dagur segir að það komi ekki til greina að taka að sér þjálfarastarf í fótboltanum þó svo að fjölmiðlar hafi fjallað um það. „Ég var spurður hvort ég hefði íhugað þap og sagði já. Metnaður minn liggur þó ekki þar og ég hef engin tilboð fengið,“ sagði Dagur og sagði að það væri í grunninn mikill munur á handbolta og fótbolta.Vísir/GettyHandboltinn þarf ekki að skammast sín „Tæknilega séð er munar mikið á íþróttunum en þrátt fyrir það þarf handboltinn ekkert að skammast sín í samanburði við fótbolta, hvað stemningu og spennu varðar. Það er meira „action“ í handbolta, fleiri mörk og meiri hraði. Þess fyrir utan er mun auðveldara að breyta um taktík í handbolta.“ Talið berst svo að árangri íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem verður meðal þátttökuliða á stórmót í fyrsta sinn í sumar. „Það er stórbrotinn árangur. Ég er sannfærður um að þeir geta komið á óvart þó svo að það verði auðvitað erfitt,“ sagði Dagur sem kannast vel við það að vera lægra skrifaða liðið. „Svoleiðis hlutir skipta engu máli þegar flautað er til leiks. Við vorum með ungt lið [á EM í handbolta] sem við höfðum trú á. Við stóðum okkur vel.“ Handbolti Mest lesið Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Fresta aftur réttarhöldunum í morðmáli heimsmeistarans Sport Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Dagur Sigurðsson var í viðtali á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem hann ræðir bæði árangur sinn með þýska handboltalandsliðinu og áhuga sinn á knattspyrnu. Dagur gerði Þýskaland að Evrópumeistara í handbolta sem kunnugt er en árangurinn vakti gríðarlega athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Dagur var með ungt og óreynt lið í höndunum vegna meiðsla margra lykilmanna. Margir af stærstu knattspyrnustjörnum Þýskalands óskuðu Degi og hans mönnum til hamingju með árangurinn og segir Dagur að þeir hafi vel merkt hversu góðan og víðtækan stuðning liðið fékk. Í greininnni er sagt frá því að Dagur hafi á sínum tíma æft fótbolta og að hann eigi að baki leiki með U-17 liði Íslands. „Ég hafði gaman að báðum íþróttum og var ekkert að velta því fyrir mér þá hvort ég yrði atvinnumaður í íþróttum,“s sagði Dagur í viðtalinu. „Ég ákvað að spila handbolta vegna þess að ég átti fleiri vini þar.“Vísir/GettyElskar ensku úrvalsdeildina Dagur segist fylgjast mjög vel með fótbolta og fari oft á völlinn til að sjá Herthu Berlín spila. Hann elskar ensku úrvalsdeildina eins og margir Íslendingar og þá sérstaklega Manchester United, segir hann. „Ég fer oft á leiki í Englandi. Ég var til dæmis á fyrsta leik Jürgen Klopp með Liverpool þegar liðið mætti Tottenham. Það var gaman,“ sagði hann. Dagur segir að það komi ekki til greina að taka að sér þjálfarastarf í fótboltanum þó svo að fjölmiðlar hafi fjallað um það. „Ég var spurður hvort ég hefði íhugað þap og sagði já. Metnaður minn liggur þó ekki þar og ég hef engin tilboð fengið,“ sagði Dagur og sagði að það væri í grunninn mikill munur á handbolta og fótbolta.Vísir/GettyHandboltinn þarf ekki að skammast sín „Tæknilega séð er munar mikið á íþróttunum en þrátt fyrir það þarf handboltinn ekkert að skammast sín í samanburði við fótbolta, hvað stemningu og spennu varðar. Það er meira „action“ í handbolta, fleiri mörk og meiri hraði. Þess fyrir utan er mun auðveldara að breyta um taktík í handbolta.“ Talið berst svo að árangri íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem verður meðal þátttökuliða á stórmót í fyrsta sinn í sumar. „Það er stórbrotinn árangur. Ég er sannfærður um að þeir geta komið á óvart þó svo að það verði auðvitað erfitt,“ sagði Dagur sem kannast vel við það að vera lægra skrifaða liðið. „Svoleiðis hlutir skipta engu máli þegar flautað er til leiks. Við vorum með ungt lið [á EM í handbolta] sem við höfðum trú á. Við stóðum okkur vel.“
Handbolti Mest lesið Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Fresta aftur réttarhöldunum í morðmáli heimsmeistarans Sport Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira