Enski boltinn

834 textaskilaboð gengu á milli Johnson og stúlkunnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Adam Johnson ásamt föður sínum eftir réttarhöldin í dag.
Adam Johnson ásamt föður sínum eftir réttarhöldin í dag. Vísir/Getty
Í réttarhöldunum gegn knattspyrnumanninum Adam Johnson kom fram að atvinnuveitendur hans hjá Sunderland vissu að hann hefði kysst fimmtán ára stúlku en leyfðu honum samt að spila áfram með félaginu.

Johnson hefur verið ákærður fyrir að vingast við stúlku í þeim tilgangi að eiga í kynferðislegum samskiptum við hana, auk þess sem hann var ákærður í þremur liðum fyrir kynferðislegt samneyti við barn.

Sjá einnig: Johnson: Kom ekki vel fram við kærustu mína og dóttur

Frá því að Johnson var fyrst handtekinn og þar til að réttarhöldin hófust fyrir tveimur vikum síðan hafði knattspyrnumaðurinn ávallt haldið fram sakleysi sínu. Hann játaði hins vegar sök í tveimur ákæruliðum eftir að hafa játað að hann kyssti stúlkuna. Stuttu síðar var hann rekinn frá félagi sínu, Sunderland.

Lögfræðingur Johnson sagði fyrir rétti í dag að hann ásamt Johnson og föður hans hefðu hitt Margaret Byrne, framkvæmdastjóra Sunderland, þann 4. maí í fyrra. Þá hafði Johnson viðurkennt að hann hafi kysst stúlkuna og skipst á textaskilaboðum við hana - alls 834 talsins yfir sjö vikna tímabil.

Sjá einnig: Johnson bað um nektarmynd af stúlkunni

Johnson neitar því að hafa neitað opinberlega sök svo hann gæti haldið áfram að spila fyrir Sunderland og þiggja laun frá félaginu. Enn fremur sagði hann að forráðamenn Sunderland hefði ekki rætt við sig um mögulega brottvísun frá félaginu vegna málsins þegar það var rætt á áðurnefndum fundi.

Miðjumaðurinn sneri aftur í lið Sunderland sextán dögum eftir að hann var handtekinn þann 2. mars í fyrra og skoraði sitt síðasta mark með liðinu í leik gegn Liverpool þann 6. febrúar.


Tengdar fréttir

Sunderland rekur Johnson

Enska úrvalsdeildarfélagið Sunderland hefur rekið Adam Johnson en hann hefur játað á sig kynferðisbrot gegn barni.

Fórnarlamb Johnson vildi vernda hann

Knattspyrnumanninum Adam Johnson er gefið að sök að hafa stundað kynferðislegt athæfi með fimmtán ára stúlku, sem bar vitni í réttarhöldunum í gær.

Johnson játar kynferðisbrot gegn barni

Adam Johnson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland, hefur játað fyrir rétti að hafa brotið kynferðislega gegn stúlku undir samræðisaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×