Árið 1952 var að hringja … Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 10:00 Undanfarnar vikur hef ég nokkrum sinnum klórað mér í hausnum og flett upp dagatalinu. Miðað við lesnar fréttir hefði ég nefnilega getað svarið að ég væri stödd á allt annarri öld. Þar sem konur voru aðallega í því að ákveða hvað væri í matinn og mönnunum einum treystandi fyrir mikilvæga stöffinu. Talsmaður nýstofnaðs Félags kvenna í vísindum lýsti því m.a. yfir í vikunni að þó konur hafi verið í meirihluta á háskólastigi síðan á 9. áratugnum væru þær enn nær ósýnilegar í vísindaheiminum, hljóti síður styrki til rannsókna og aðeins 26% prófessora séu konur. Í vikufréttum kom einnig fram að konur stýri einungis um fimmtungi allra fyrirtækja landsins og sitji í fjórðungi stjórnarsæta. Í efstu lögum fjármálageirans eru þær nánast jafn sjaldséðar og hvítir hrafnar. Fyrir hverja níu karla sem stjórna peningum á Íslandi er einungis ein kona. Já. Ein. Fjármálageirinn virðist ekki hafa fengið „memóið“ um að allar rannsóknir sýndu fram á betri árangur með fleiri konum í stjórnunarstöðum. Eins virðist það hafa gleymst að fjölmargar úttektir og rannsóknir bendi til þess að fjármálageirinn hefði að öllum líkindum ekki hrunið jafn illilega – ef fleiri konur hefðu setið í stjórnunarstöðum. Ráðandi gildi í fjármálageiranum hafa nefnilega alla tíð litast af því að honum er nánast alfarið stjórnað af y-litningum. Ég get ekki annað en spurt mig hvort lokuð sala á ríkiseign (hæjjj Landsbankinn) hefði t.a.m. átt sér stað í lokuðu herbergi kvenna. Eða hvort þær hefðu ekki sett spurningarmerki við að samþykkja verðhugmynd sem kæmi frá kaupandanum sjálfum. Nú eða ákveðið sín á milli að skipta með sér 3,3 milljörðum í bónusgreiðslur (hæjjj strákar í Straumi). Gildi á borð við áhættusækni, græðgi, frændhygli og yfirgang hafa verið allsráðandi. Á meðan gildi á borð við varfærni, ábyrgð og viljann til að líta í eigin barm hafa algerlega verið víkjandi. Enda ekki mikill „pungur“ í svoleiðis gildum. Seisei nei. Hættum þessu rugli og réttum stelpunum keflið í smá stund. Fjármálakerfið þarf á afréttara að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hef ég nokkrum sinnum klórað mér í hausnum og flett upp dagatalinu. Miðað við lesnar fréttir hefði ég nefnilega getað svarið að ég væri stödd á allt annarri öld. Þar sem konur voru aðallega í því að ákveða hvað væri í matinn og mönnunum einum treystandi fyrir mikilvæga stöffinu. Talsmaður nýstofnaðs Félags kvenna í vísindum lýsti því m.a. yfir í vikunni að þó konur hafi verið í meirihluta á háskólastigi síðan á 9. áratugnum væru þær enn nær ósýnilegar í vísindaheiminum, hljóti síður styrki til rannsókna og aðeins 26% prófessora séu konur. Í vikufréttum kom einnig fram að konur stýri einungis um fimmtungi allra fyrirtækja landsins og sitji í fjórðungi stjórnarsæta. Í efstu lögum fjármálageirans eru þær nánast jafn sjaldséðar og hvítir hrafnar. Fyrir hverja níu karla sem stjórna peningum á Íslandi er einungis ein kona. Já. Ein. Fjármálageirinn virðist ekki hafa fengið „memóið“ um að allar rannsóknir sýndu fram á betri árangur með fleiri konum í stjórnunarstöðum. Eins virðist það hafa gleymst að fjölmargar úttektir og rannsóknir bendi til þess að fjármálageirinn hefði að öllum líkindum ekki hrunið jafn illilega – ef fleiri konur hefðu setið í stjórnunarstöðum. Ráðandi gildi í fjármálageiranum hafa nefnilega alla tíð litast af því að honum er nánast alfarið stjórnað af y-litningum. Ég get ekki annað en spurt mig hvort lokuð sala á ríkiseign (hæjjj Landsbankinn) hefði t.a.m. átt sér stað í lokuðu herbergi kvenna. Eða hvort þær hefðu ekki sett spurningarmerki við að samþykkja verðhugmynd sem kæmi frá kaupandanum sjálfum. Nú eða ákveðið sín á milli að skipta með sér 3,3 milljörðum í bónusgreiðslur (hæjjj strákar í Straumi). Gildi á borð við áhættusækni, græðgi, frændhygli og yfirgang hafa verið allsráðandi. Á meðan gildi á borð við varfærni, ábyrgð og viljann til að líta í eigin barm hafa algerlega verið víkjandi. Enda ekki mikill „pungur“ í svoleiðis gildum. Seisei nei. Hættum þessu rugli og réttum stelpunum keflið í smá stund. Fjármálakerfið þarf á afréttara að halda.
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar