Blandaður sparnaður í áskrift Magnús Örn Guðmundsson skrifar 24. febrúar 2016 16:00 Það getur verið erfitt að spara. Mikilvægast er að taka ákvörðun um að byrja að spara og setja upp tímaplan. Erfiðara getur reynst að meta með hvaða hætti best sé að fjárfesta. Blandaðir sjóðir nýta þau tækifæri sem skapast hverju sinni á fjármálamarkaði, en mismunandi fjárfestingakostir henta á mismunandi tímum í efnahagssveiflunni. Margir velja þann kost að vera í mánaðarlegri sparnaðaráskrift. Það er erfitt að tímasetja markaði, margir segja að það sé ómögulegt. Skynsamlegt er því að fjárfesta með reglubundnum hætti í blönduðu safni verðbréfa yfir lengra tímabil. Einfaldasta leiðin til þess er að fjárfesta í blönduðum sjóðum, en þeir geta fjárfest í skuldabréfum og innlendum og erlendum hlutabréfum, auk sérhæfðra fjárfestinga líkt og lífeyrissjóðir geta gert. Allir innlendir fjárfestar hafa getað tekið þátt í þeim almennu hlutafjárútboðum sem fram hafa farið á síðustu árum. Þetta hafa verðbréfa- og fjárfestingasjóðir til að mynda gert, ekki síst sjóðir Stefnis hf., og þannig tekið þátt í því að endurreisa fjármálamarkaðinn af miklum krafti. Þúsundir Íslendinga sem eru í áskrift hjá þessum sjóðum hafa notið góðs af þessu. Með vaxandi kaupmætti gefst fólki kostur á að „eyða“ meira í sparnað og taka ríkari þátt í þessari uppbyggingu sem er að margra mati nýhafin. Stefnir er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 400 milljarða í stýringu. Þar af eru sex blandaðir fjárfestingasjóðir. Slíkir sjóðir hafa verið í mikilli sókn sem sparnaðarform og eru nú reknir af nánast öllum sjóðastýringarfyrirtækjunum. Flestir hlutdeildarskírteinishafar eru í Stefni-Samvali, en sjóðurinn verður 20 ára á þessu ári. Í honum eru rúmlega 4.000 manns og fimmtungur þeirra kýs að spara mánaðarlega með áskrift í sjóðnum. Á síðustu fimm árum hefur ávöxtun verið að meðaltali 16,4% á ári. Stefnir- Eignastýringarsjóður, elsti verðbréfasjóður landsins, er einnig í flokki blandaðra sjóða en hann verður þrjátíu ára á árinu. Báðir sjóðir sluppu við stóráföll í bankahruninu, enda geta slíkir sjóðir farið inn og út úr hlutabréfum. Blandaðir sjóðir geta því verið afar góður kostur fyrir reglulegan langtímasparnað einstaklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Það getur verið erfitt að spara. Mikilvægast er að taka ákvörðun um að byrja að spara og setja upp tímaplan. Erfiðara getur reynst að meta með hvaða hætti best sé að fjárfesta. Blandaðir sjóðir nýta þau tækifæri sem skapast hverju sinni á fjármálamarkaði, en mismunandi fjárfestingakostir henta á mismunandi tímum í efnahagssveiflunni. Margir velja þann kost að vera í mánaðarlegri sparnaðaráskrift. Það er erfitt að tímasetja markaði, margir segja að það sé ómögulegt. Skynsamlegt er því að fjárfesta með reglubundnum hætti í blönduðu safni verðbréfa yfir lengra tímabil. Einfaldasta leiðin til þess er að fjárfesta í blönduðum sjóðum, en þeir geta fjárfest í skuldabréfum og innlendum og erlendum hlutabréfum, auk sérhæfðra fjárfestinga líkt og lífeyrissjóðir geta gert. Allir innlendir fjárfestar hafa getað tekið þátt í þeim almennu hlutafjárútboðum sem fram hafa farið á síðustu árum. Þetta hafa verðbréfa- og fjárfestingasjóðir til að mynda gert, ekki síst sjóðir Stefnis hf., og þannig tekið þátt í því að endurreisa fjármálamarkaðinn af miklum krafti. Þúsundir Íslendinga sem eru í áskrift hjá þessum sjóðum hafa notið góðs af þessu. Með vaxandi kaupmætti gefst fólki kostur á að „eyða“ meira í sparnað og taka ríkari þátt í þessari uppbyggingu sem er að margra mati nýhafin. Stefnir er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 400 milljarða í stýringu. Þar af eru sex blandaðir fjárfestingasjóðir. Slíkir sjóðir hafa verið í mikilli sókn sem sparnaðarform og eru nú reknir af nánast öllum sjóðastýringarfyrirtækjunum. Flestir hlutdeildarskírteinishafar eru í Stefni-Samvali, en sjóðurinn verður 20 ára á þessu ári. Í honum eru rúmlega 4.000 manns og fimmtungur þeirra kýs að spara mánaðarlega með áskrift í sjóðnum. Á síðustu fimm árum hefur ávöxtun verið að meðaltali 16,4% á ári. Stefnir- Eignastýringarsjóður, elsti verðbréfasjóður landsins, er einnig í flokki blandaðra sjóða en hann verður þrjátíu ára á árinu. Báðir sjóðir sluppu við stóráföll í bankahruninu, enda geta slíkir sjóðir farið inn og út úr hlutabréfum. Blandaðir sjóðir geta því verið afar góður kostur fyrir reglulegan langtímasparnað einstaklinga.
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar