Erlent

Ljóstrað upp um hleranir NSA

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks. Nordicphotos/AFP
Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hleraði fund aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-Moon og kanslara Þýskalands, Angelu Merkel, um loftslagsmál árið 2008.

Þetta kemur fram í gögnum sem samtökin Wikileaks gerðu opinber í gær.

Þá hleraði stofnunin einnig síma yfirmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna til lengri tíma og beiðni forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjhú, til þáverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, um hjálp til að bæta samskipti sín við Bandaríkin. Eins kemur fram í gögnunum að hleraður hafi verið fundur þáverandi Frakklandsforseta, Nicolas Sarkozy, Merkels og Berlusconi um ítalska bankakerfið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×