Erlent

Væntanleg lestarleið í London fær nafnið Elizabeth Line

Atli Ísleifsson skrifar
Elísabet II Bretadrottning.
Elísabet II Bretadrottning. Vísir/EPA
Neðanjarðarlestarleiðin sem er nú í smíðum í Lundúnum og hefur gengið undir nafninu Crossrail hefur fengið nafnið Elizabeth Line til heiðurs Elísabetu II Bretlandsdrottningu.

Nafn og einkennislitur leiðarinnar voru kynnt þegar drottningin heimsótti Bond Street stöðina ásamt Boris Johnson borgarstjóra og Patrick McLoughlin, ráðherra samgöngumála.

Johnson sagði drottninguna hafa þjónað breska ríkinu í fordæmalaust langan tíma og rétt væri að heiðra hana með þessum hætti. Hann sagðist hafa fengið hugmyndina að nýju nafni fyrir tveimur árum, en það var fyrst kynnt til sögunnar í gær.

Áætlað er að framkvæmdir við gerð leiðarinnar kosti 15 milljarða breskra punda, eða um 2.750 milljarða króna.

Karl Bretaprins opnaði Jubilee Line árið 1977 og fékk leiðin nafn sitt til að minnast kvartaldarafmælis valdatíðar Elísabetar II drottningar.

Áætlað er að Elizabeth Line verð að fullu tekin í notkun árið 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×