Erlent

Einn lést þegar lest fór út af sporinu í Hollandi

Atli Ísleifsson skrifar
Lestin virðist hafa rekist utan í bílkrana þar sem hún var að fara yfir gatnamót þar sem bílvegur liggur yfir teinana.
Lestin virðist hafa rekist utan í bílkrana þar sem hún var að fara yfir gatnamót þar sem bílvegur liggur yfir teinana. Vísir/EPA
Farþegalest fór út af sporinu nálægt hollenska bænum Dalfsen í morgun.

Tveir eru látnir hið minnsta en lestin virðist hafa rekist utan í bílkrana þar sem hún var að fara yfir gatnamót þar sem bílvegur liggur yfir teinana. Við það fór lestin á hliðina og endasentist út á tún þar sem nokkrir vagnar liggja nú sem hráviði.

Ekki er enn ljóst hve margir eru sárir.

Í frétt BBC kemur fram að sjónarvottar segja lestarstjórinn hafa látið lífið í slysinu, en það hefur enn ekki fengist staðfest hjá lestarfélaginu Arriva.

Han Noten, bæjarstjóri Dalfsen segja fimmtán manns hafa verið um borð í lestinni þegar slysið um kl 8:45 að staðartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×