Erlent

Nýtt dagblað í fyrsta sinn í þrjátíu ár

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Blaðið mun heita New Day.
Blaðið mun heita New Day. vísir/
Útgefendur breska fréttamiðilsins Daily Mirror munu í lok þessa mánaðar gefa út nýtt dagblað, sem verður fyrsta nýja dagblaðið í Bretlandi í þrjátíu ár. Um verður að ræða fjörutíu blaðsíðna blað sem mun bera heitið New Day.

Fyrsta blaðið kemur út 29. febrúar og mun hvert eintak kosta tuttugu pens. Eftir það hækkar verðið en mun þó ekki kosta meira en eitt pund, að sögn útgefenda. Þeir segja jafnframt að blaðið verði óháð stjórnmálum og að þar verði að finna eitthvað við allra hæfi.

Dagblaðalestur hefur minnkað umtalsvert á undanförnum tveimur árum en sökum þess mun breska blaðið Independent hætta að koma út á prenti í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×