Erlent

Snowden tilbúinn til þess að snúa aftur til Bandaríkjanna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Uppljóstrarinn Edward Snowden er tilbúinn til þess að snúa til síns heima á ný með einu skilyrði.
Uppljóstrarinn Edward Snowden er tilbúinn til þess að snúa til síns heima á ný með einu skilyrði. Vísir/Getty
Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden er tilbúinn til þess að snúa aftur til Bandaríkjanna eftir áralanga útlegð í Rússlandi með því skilyrði að honum verði tryggð sanngjörn réttarhöld við heimkomuna.

Snowden er í útlegð í Rússlandi en lét þessi orð falla í gegnum forritið Skype er hann hélt erindi á fundi í New Hampshire með hjálp tækninnar. Árið 2013 lak Snowden leynigögnum um umfangsmiklar hleranir stjórnvalda í Bandaríkjunum en hann starfaði hjá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna.

Bandarísk yfirvöld vilja gjarnan hafa hendur í hári Snowden og er hann eftirlýstur fyrir brot sem varða allt að 30 ára fangelsi. Snowden segist nú vera reiðubúinn til þess að snúa til síns heima með því skilyrðu að yfirvöld í Bandaríkjunum tryggi honum sanngjörn réttarhöld þar sem hann fái tækifæri til þess að verja sig fyrir framan kviðdóm.


Tengdar fréttir

Bandaríkjunum ekki treystandi fyrir gögnum

Evrópudómstóllinn setur Facebook og fleiri fyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar. Ungur Austurríkismaður höfðaði dómsmál í kjölfar uppljóstrana Edwards Snowden um netnjósnir Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×