Erlent

Museveni endurkjörinn forseti í Úganda

Atli ísleifsson skrifar
Yoweri Museveni hefur setið á forsetastóli í þrjátíu ár.
Yoweri Museveni hefur setið á forsetastóli í þrjátíu ár. Vísir/AFP
Kjörstjórn í Úganda hefur lýst því yfir að Yoweri Museveni hafi verið endurkjörinn forseti landsins.

Kjörstjórn segir Museveni hafa hlotið 60,75 prósent greiddra atkvæða, en helsti andstæðingur hans, Kizza Besigye, 35 prósent.

Þetta verður fimma kjörtímabil Museveni, en hann hefur setið á forsetastóli í þrjátíu ár.

Í frétt BBC kemur fram að fulltrúar kosningaeftirlits ESB hafi gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sagt stjórnarflokkinn hafa skapað „andrúmsloft ógnar“ í aðdraganda kosninga. Þá hefur stjórnarandstaðan sakað stjórnina um kosningasvindl.

Besigye hefur verið haldið í stofufangelsi síðan í gær vegna gruns um að hann hugðist tilkynna um eigin úrslit kosninganna og þar með brjóta gegn kosningalögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×