Erlent

Höfundur Nafns rósarinnar er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Umberto Eco var prófessor emeritus við hugvísindadeild háskólans í Bologna.
Umberto Eco var prófessor emeritus við hugvísindadeild háskólans í Bologna. Vísir/AFP
Ítalski rithöfundurinn og heimspekingurinn Umberto Eco er látinn, 84 ára að aldri.

Eco er þekktastur fyrir bók sína Nafn rósarinnar sem kom út árið 1980.

Eco skrifaði einnig bókina Pendúll Foucault, auk fjölda barnabóka. Þá var hann virkur bókmenntagagnrýnandi.

Nafn rósarinnar var kvikmynduð árið 1989 með skoska leikaranum Sean Connery í aðalhlutverki.

Eco var prófessor við hugvísindadeild háskólans í Bologna.

Hann fæddist í Alessandria í norðurhluta Ítalíu árið 1932.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×