Erlent

Víetnamskir tvíburar voru ekki samfeðra

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tvíburarnir á myndinni eru ekki þeir sömu og um ræðir í fréttinni.
Tvíburarnir á myndinni eru ekki þeir sömu og um ræðir í fréttinni. vísir/nordic photos
Tveggja ára víetnamskir tvíburar eiga ekki sama föður. Að þessu komust þarlendir vísindamenn fyrir skemmstu. Fjallað er um málið á AP.

Börnin fæddust sama dag, eru af sama kyni og voru alin af sömu konu. Hins vegar þóttu þau svo ólík í útliti að talið var líklegt að ruglingur hefði orðið á sjúkrahúsinu og konan send heim með rangt barn. Annar tvíburinn hefur til að mynda þykkt liðað hár á meðan hár hins er þunnt og slétt.

Í ljós kom að tvíburarnir voru tvíeggja og höfðu tveir mismunandi karlmenn frjóvgað eggin. Til að það sé mögulegt verða samfarirnar að eiga sér stað með viku millibili hið mesta. Fyrirbærið er afar sjaldgæft en aðeins er vitað um átta slík tilvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×