Erlent

Stjórnarskrárkreppa vofir yfir Póllandi

Atli Ísleifsson skrifar
Andrzej Rzeplinski, forseti stjórnlagadómstóls landsins.
Andrzej Rzeplinski, forseti stjórnlagadómstóls landsins. Vísir/AFP
Stjórnarskrárkreppa vofir nú yfir Póllandi eftir að stjórnlagadómstóll landsins dæmdi að breytingar nýrrar ríkisstjórnar sem varða starfsemi dómstólsins brjóti í bága við stjórnarskrá.

Ríkisstjórnin hefur áður gefið í skyn að hún muni hundsa dóma stjórnlagadómstólsins.

Breytingarnar sem um ræðir snúa að fjölda þeirra dómara sem þarf til að ná fram dómi og í hvaða röð mál séu tekin fyrir hjá dómnum.

Í frétt BBC kemur fram að dómur dómstólsins þýði að stjórnarskrárkreppa vofi nú yfir.

Ný ríkisstjórn Póllands hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu mánuði, bæði frá stofnunum ESB og Bandaríkjastjórn, og hefur verið sökuð um að vega að lýðræði í landinu. Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hefur einnig lent upp á kant við fjölmiðla og stjórnarandstöðuna allt frá þingkosningunum í október í fyrra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×