Dunga, þjálfari brasilíska fótboltalandsliðsins, vill frekar að besti knattspyrnumaður brasilísku þjóðarinnar spili á Ólympíuleikunum en í Ameríkukeppninni í sumar.
Þetta er stórt knattspyrnuár fyrir Brasilíumenn þrátt fyrir að Ameríkukeppnin hafi farið fram í fyrra og heimsmeistarakeppnin fari ekki fram fyrr en eftir tvö ár.
Ástæðan er að í sumar mun fara fram bæði hundrað ára afmælismót Ameríkukeppninnar í júní og Ólympíuleikarnir í Ríó í ágúst.
Dunga er mættur til Spánar til að ræða sumarið við hinn 24 ára gamla Neymar en forráðamenn brasilíska sambandsins vilja að allir aðilar komist að samkomulagi og að sátt verði í þessum máli.
„Ef ég þarf að velja á milli Ameríkukeppninnar og Ólympíuleikanna þá vil ég frekar sjá Neymar á Ólympíuleikunum," sagði Dunga í viðtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Esporte Interativo.
„Það er erfitt að velja á milli en ég tel að það sé mikilvægara að hann hjálpi Brasilíu að vinna einu gullmedalíuna sem þjóðin hefur ekki unnið í alþjóðafótboltanum auk þess að við erum að spila á heimavelli," sagði Dunga.
Brasilíumenn unnu silfur á síðustu Ólympíuleikum eftir tap á móti Mexíkó í úrslitaleik. Brasilía varð einnig að sætta sig við silfurverðlaun á leikunum í Seoul 1988 og í Los Angeles 1984. Liðið vann brons á leikunum í Peking 2008 og hefur því verið á palli á síðustu tveimur leikum.
„Við þurfum að tala við Barcelona, við liðið og við Neymar til þess að finna út hvað sé best í stöðunni," sagði Dunga.
Neymar hefur talað um það sjálfur að hann vilji spila í báðum keppnum en Barcelona gefur væntanlega bara grænt ljós á annað mótið.
Þjálfari Brasilíu vill frekar að Neymar spili á ÓL í Ríó
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
