Handbolti

Súpersnúningur Guðjóns Vals í hópi flottustu marka vikunnar í Meistaradeildinni | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Getty
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði skemmtilegt mark í sigri Barcelona í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta og það fór ekki fram valnefnd Meistaradeildarinnar.

Frábært snúningsmark íslenska landsliðsfyrirliðans í 26-20 sigri á móti Rhein-Neckar Löwen komst í hóp fimm flottustu marka vikunnar í Meistaradeildinni.

Guðjón Valur skoraði alls fimm mörk í leiknum en hann mun einmitt spila með Rhein-Neckar Löwen á næstu leiktíð.

Guðjón Valur kom Barcelona þarna í 5-3 og var þetta hans annað mark í leiknum. Hann fékk boltann út í hornið frá Raul Entrerrios og snéri honum stórglæsilega framhjá Makedóníumanninum Borko Ristovski.

Allan Villeminot hjá Montpellier, Ivan Nikcevic hjá Wisla Plock, Kentin Mahe hjá Flensburg og Luka Rakovovic hjá Zagreb áttu hin mörkin inn á topp fimm.

Hér fyrir neðan má sjá fimm flottustu mörkin í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.


Tengdar fréttir

Stefán Rafn: Gaui siðar mig til

Stefán Rafn Sigurmannsson hefur ákveðið að vera í það minnsta eina leiktíð í viðbót hjá Rhein-Neckar Löwen. Hann hefur barist við Uwe Gensheimer um mínútur á vellinum síðustu ár en á næsta tímabili fær hann Guðjón Val Sigurðsson á æfingar með sér. Stefán segir að það eigi eftir að þroska sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×