Dagur jákvæður fyrir nýrri ofurdeild Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2016 08:00 Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, er hrifinn af hugmyndum sem fram hafa komið um stofnun nýrrar alþjóðlegrar ofurdeildar í handbolta. Premier Handball League á samkvæmt áætlunum að hefjast árið 2019 en um er að ræða tólf liða ofurdeild sem samanstendur af tólf félögum. Á hún að leysa Meistaradeild Evrópu af hólmi. „Verkefnið er komið með hendur og fætur,“ sagði Dagur í samtali við Berliner Morgenpost. „Áætlanir eru til staðar og mér finnst þessi ofurdeild áhugaverð. Hún gæti orðið bylting fyrir handboltann.“ Hann segir að tilvist deildarinnar sé háð því að stórlið eins og Barcelona, PSG, Veszprem og Kielce séu reiðubúin að taka þátt í verkefninu. „En það lítur út fyrir að þýsku liðin séu tilbúin til þess,“ sagði Dagur en Kiel og Füchse Berlin eru sögð áhugasöm um að taka þátt.Vilja þátttöku stórborga Umboðsmaðurinn Wolfgang Gütschow segir að handboltinn eigi í dag enga stóra markaðsvöru sem gæti náð athygli á alheimsíþróttamarkaði. „Fjárfestar okkar vilja þátttöku stórborga eins og Berlín, París, Barcelona og Moskvu. Markmiðið er að gera handboltann tilbúinn fyrir Bandaríkjamarkað,“ sagði hann við þýska fjölmiðla.Kiel vill vera með Thorsten Storm, framkvæmdastjóri Kiel, segir að það hafi ávallt verið markmið félagsins að gera handboltann vinsælli og arðbærari. „Það er ekkert leyndarmál að Kiel sér mikla kosti við það að vera taka þátt í alþjóðlegri deild samhliða þýsku úrvalsdeildinni.“ Handknattleikssamband Evrópu [EHF] hefur fengið upplýsingar um verkefnið en nýja deildin yrði fjármögnuð og starfrækt af einkaaðilum. Yfirmaður markaðsdeildar EHF, Peter Vargo, er sagður ætla að hefja störf fyrir nýju ofurdeildina í sumar en hann hefur hingað til haft það á sinni könnu að markaðssetja Meistaradeild Evrópu. Handbolti Mest lesið Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Enski boltinn Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, er hrifinn af hugmyndum sem fram hafa komið um stofnun nýrrar alþjóðlegrar ofurdeildar í handbolta. Premier Handball League á samkvæmt áætlunum að hefjast árið 2019 en um er að ræða tólf liða ofurdeild sem samanstendur af tólf félögum. Á hún að leysa Meistaradeild Evrópu af hólmi. „Verkefnið er komið með hendur og fætur,“ sagði Dagur í samtali við Berliner Morgenpost. „Áætlanir eru til staðar og mér finnst þessi ofurdeild áhugaverð. Hún gæti orðið bylting fyrir handboltann.“ Hann segir að tilvist deildarinnar sé háð því að stórlið eins og Barcelona, PSG, Veszprem og Kielce séu reiðubúin að taka þátt í verkefninu. „En það lítur út fyrir að þýsku liðin séu tilbúin til þess,“ sagði Dagur en Kiel og Füchse Berlin eru sögð áhugasöm um að taka þátt.Vilja þátttöku stórborga Umboðsmaðurinn Wolfgang Gütschow segir að handboltinn eigi í dag enga stóra markaðsvöru sem gæti náð athygli á alheimsíþróttamarkaði. „Fjárfestar okkar vilja þátttöku stórborga eins og Berlín, París, Barcelona og Moskvu. Markmiðið er að gera handboltann tilbúinn fyrir Bandaríkjamarkað,“ sagði hann við þýska fjölmiðla.Kiel vill vera með Thorsten Storm, framkvæmdastjóri Kiel, segir að það hafi ávallt verið markmið félagsins að gera handboltann vinsælli og arðbærari. „Það er ekkert leyndarmál að Kiel sér mikla kosti við það að vera taka þátt í alþjóðlegri deild samhliða þýsku úrvalsdeildinni.“ Handknattleikssamband Evrópu [EHF] hefur fengið upplýsingar um verkefnið en nýja deildin yrði fjármögnuð og starfrækt af einkaaðilum. Yfirmaður markaðsdeildar EHF, Peter Vargo, er sagður ætla að hefja störf fyrir nýju ofurdeildina í sumar en hann hefur hingað til haft það á sinni könnu að markaðssetja Meistaradeild Evrópu.
Handbolti Mest lesið Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Enski boltinn Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira