Calderón: Real Madrid er stefnulaust og leiðtogalaust Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2016 16:38 Ramon Calderón, fyrrverandi forseti spænska stórliðsins Real Madrid, kynnti í dag risastóra ráðstefnu um fótbolta og fjármál sem fram fer í Hörpu aðra vikuna í maí. Þar mæta menn á borð við David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóra Everton og Manchester United, Ruud Gullit, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, og Kevin Keegan, fyrrverandi knattspyrnustjóra Newcastle og Manchester City, og halda fyrirlestra. „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið að í langan tíma. Ég og fleiri áttuðum okkur á því að á Íslandi var eitthvað að gerast; þetta sem ég kalla „íslenska kraftaverkið“. Þið komust í gegnum erfiða tíma og hafið náð langt fjármálum og íþróttum. Það stóra var svo að komast á EM í fótbolta,“ sagði Calderón í viðtali við Vísi í dag. „Við ákváðum því að halda hér, þar sem kraftaverkið gerðist, ráðstefnu með viðskiptafólki og fótboltafólki. Þau geta kennt hvort öðru sitthvað og öll lært af því sem er að gerast á Íslandi.“ Calderón hefur eðli málsins samkvæmt mikinn áhuga á fótbolta, en það er hann sem á hugmyndina að ráðstefnunni og hefur hann nýtt sambönd sín til að fá þessa þekktu fótboltamenn og þjálfara til landsins. „Ég hitti samlanda þinn af öðrum ástæðum og á þeim tíma var ég að tala um við hann hvernig Ísland komst í gegnum fjármálakreppuna og árangurinn í fótboltanum. Ég átti því hugmyndina að halda ráðstefnu um þetta á Íslandi. Hún verður haldin í Hörpu sem er eitt flottasta hús sem ég hef séð í Evrópu.,“ sagði Calderón um hvernig ráðstefnan kom til. „Þetta er besta leiðin til að sýna fólkinu það sem er að gerast í fótboltanum hérna.“Zinedine Zidane er fjórði þjálfari Real Madrid á fjórum árum.vísir/gettyLélegt hjá Peréz Calderón var forseti Real Madrid frá 2006 til janúar 2009 þegar hann þurfti að hætta. Undir hans stjórn vann Real Madrid deildina tvisvar í röð. Florentino Peréz, núverandi forseti Real Madrid, hefur aðeins unnið deildina einu sinni síðan hann tók aftur við árið 2009, en þegar Peréz innleiddi Galácticos-stefnuna um aldamótin vann liðið spænska titilinn tvisvar sinnum. „Það er engin stefna um hvað skal gera hjá Real Madrid. Margir leikmanna liðsins hafa verið þarna í fjögur ár og verið undir stjórn fjögurra þjálfara á þeim tíma. Við erum með frábæra leikmenn en vandamálið er að félagið hefur enga leiðtoga,“ segir Calderón. „Í þessari stjórnartíð Pérez hefur liðið aðeins unnið deildina einu sinni. Það er mjög lélegt. Við verðum bara að viðurkenna það, að á sama tíma er Barcelona er að spila mjög vel.“ „Þetta er samt aðeins að lagast hjá okkur. Við unnum 7-1 á laugardaginn og Ronaldo skoraði fjögur mörk. Við skulum sjá til hvað gerist í Meistaradeildinni. Það er titill sem er hluti af okkar sögu. Við hjálpuðum til við að búa til þá keppni. Ég vona að við getum unnið Meistaradeildina,“ segir Ramon Calderón. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
Ramon Calderón, fyrrverandi forseti spænska stórliðsins Real Madrid, kynnti í dag risastóra ráðstefnu um fótbolta og fjármál sem fram fer í Hörpu aðra vikuna í maí. Þar mæta menn á borð við David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóra Everton og Manchester United, Ruud Gullit, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, og Kevin Keegan, fyrrverandi knattspyrnustjóra Newcastle og Manchester City, og halda fyrirlestra. „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið að í langan tíma. Ég og fleiri áttuðum okkur á því að á Íslandi var eitthvað að gerast; þetta sem ég kalla „íslenska kraftaverkið“. Þið komust í gegnum erfiða tíma og hafið náð langt fjármálum og íþróttum. Það stóra var svo að komast á EM í fótbolta,“ sagði Calderón í viðtali við Vísi í dag. „Við ákváðum því að halda hér, þar sem kraftaverkið gerðist, ráðstefnu með viðskiptafólki og fótboltafólki. Þau geta kennt hvort öðru sitthvað og öll lært af því sem er að gerast á Íslandi.“ Calderón hefur eðli málsins samkvæmt mikinn áhuga á fótbolta, en það er hann sem á hugmyndina að ráðstefnunni og hefur hann nýtt sambönd sín til að fá þessa þekktu fótboltamenn og þjálfara til landsins. „Ég hitti samlanda þinn af öðrum ástæðum og á þeim tíma var ég að tala um við hann hvernig Ísland komst í gegnum fjármálakreppuna og árangurinn í fótboltanum. Ég átti því hugmyndina að halda ráðstefnu um þetta á Íslandi. Hún verður haldin í Hörpu sem er eitt flottasta hús sem ég hef séð í Evrópu.,“ sagði Calderón um hvernig ráðstefnan kom til. „Þetta er besta leiðin til að sýna fólkinu það sem er að gerast í fótboltanum hérna.“Zinedine Zidane er fjórði þjálfari Real Madrid á fjórum árum.vísir/gettyLélegt hjá Peréz Calderón var forseti Real Madrid frá 2006 til janúar 2009 þegar hann þurfti að hætta. Undir hans stjórn vann Real Madrid deildina tvisvar í röð. Florentino Peréz, núverandi forseti Real Madrid, hefur aðeins unnið deildina einu sinni síðan hann tók aftur við árið 2009, en þegar Peréz innleiddi Galácticos-stefnuna um aldamótin vann liðið spænska titilinn tvisvar sinnum. „Það er engin stefna um hvað skal gera hjá Real Madrid. Margir leikmanna liðsins hafa verið þarna í fjögur ár og verið undir stjórn fjögurra þjálfara á þeim tíma. Við erum með frábæra leikmenn en vandamálið er að félagið hefur enga leiðtoga,“ segir Calderón. „Í þessari stjórnartíð Pérez hefur liðið aðeins unnið deildina einu sinni. Það er mjög lélegt. Við verðum bara að viðurkenna það, að á sama tíma er Barcelona er að spila mjög vel.“ „Þetta er samt aðeins að lagast hjá okkur. Við unnum 7-1 á laugardaginn og Ronaldo skoraði fjögur mörk. Við skulum sjá til hvað gerist í Meistaradeildinni. Það er titill sem er hluti af okkar sögu. Við hjálpuðum til við að búa til þá keppni. Ég vona að við getum unnið Meistaradeildina,“ segir Ramon Calderón. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira