Handbolti

Arnór og Björgvin góðir í fyrsta sigri Bergischer á árinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin varði 16 skot í marki Bergischer.
Björgvin varði 16 skot í marki Bergischer. vísir/getty
Arnór Þór Gunnarsson, Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Bergischer unnu sinn fyrsta sigur á þessu ári í þýsku 1. deildinni í handbolta þegar þeir báru sigurorð af Lemgo, 26-28, í dag.

Íslensku landsliðsmennirnir stóðu báðir fyrir sínu í leiknum. Arnór var markahæstur í liði Bergischer með fimm mörk og Björgvin varði 16 skot í markinu.

Þetta var aðeins fjórði sigur Bergischer á tímabilinu en liðið er í 15. sæti deildarinnar með níu stig, aðeins stigi á undan Eisenach sem er í sætinu fyrir neðan.

Eisenach tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið beið lægri hlut fyrir Wetzlar, 26-20, á útivelli í dag.

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Eisenach í leiknum en hann er á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×