Handbolti

Skotsýning Árna dugði ekki til í Íslendingaslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Akureyringarnir Árni Þór og Oddur ræða málin eftir leik.
Akureyringarnir Árni Þór og Oddur ræða málin eftir leik. mynd/facebook-síða emsdetten
Emsdetten hafði betur gegn Aue, 33-26, í Íslendingaslag í þýsku 2. deildinni í handbolta í kvöld.

Alls voru 24 íslensk mörk skoruð í leiknum. Árni Þór Sigtryggsson skoraði níu þeirra fyrir Aue en þau dugðu ekki til sigurs.

Oddur Gretarsson skoraði sjö mörk fyrir Emsdetten og þeir Ernir Hrafn Arnarson og Anton Rúnarsson þrjú hvor. Oddur er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 169 mörk.

Bjarki Már Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Aue og Sveinbjörn Pétursson varði 11 skot í markinu. Sigtryggur Rúnarsson er frá vegna meiðsla en faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, er þjálfari Aue.

Með sigrinum jafnaði Emsdetten Aue að stigum en þau eru með 29 stig í 8.-9. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×