Handbolti

Vandræði Mors-Thy og SönderjyskE halda áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrjú mörk Guðmundar Árna dugðu ekki til sigurs gegn GOG.
Þrjú mörk Guðmundar Árna dugðu ekki til sigurs gegn GOG. vísir/anton
Guðmundur Árni Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Mors-Thy sem beið lægri hlut fyrir GOG, 24-23, í dönsku 1. deildinni í handbolta í dag.

Róbert Aron Hostert komst ekki á blað en Mors-Thy hefur gengið illa að undanförnu og aðeins fengið eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum.

Guðmundur Árni, Róbert Aron og félagar eru í 11. sæti deildarinnar með 16 stig.

Daníel Freyr Andrésson varði fjögur skot í marki SönderjyskE sem tapaði, 22-29, fyrir Ribe-Esbjerg á heimavelli.

Árni Steinn Steinþórsson komst ekki á blað í liði SönderjyskE sem er í 8. sæti með 21 stig. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð.


Tengdar fréttir

Langþráður sigur Vignis og félaga

Vignir Svavarsson og félagar hans í Midtjylland unnu stórsigur, 32-20, á Nordsjælland í dönsku 1. deildinni í handbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×