Mistókst að lenda geimflaug Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2016 10:28 Fyrirtækið SpaceX skaut í nótt geimflaug á loft. Allt gekk vel þar til reyna átti að lenda flauginni. Vísir/Getty Fyrirtækið SpaceX skaut í nótt ómannaðri Falcon 9 eldflaug út í geim með gervihnött innanborðs. Tókst geimskotið vel en sem fyrr var reynt að lenda eldflaugini er hún sneri aftur til jarðar. Svo virðist sem það hafi mistekist. Var eldflauginni skotið upp frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum og tókst allt vel þangað til reyna átti að lenda eldflauginu. Elon Musk er eigandi SpaceX og segir hann að ítrekaðar tilraunir til þess að lenda eldflaugum fyrirtækisins geti sparað gríðarlega fjárhæðir því að hægt sé að nota eldflaugarnar aftur. Í viðtali við Bloomberg í mars á síðasta ári sagði Musk að verði tæknin að raunveruleika muni geimskot kosta um tvö til þrjú hundruð þúsund dali í stað um 61 milljónar dala, um 8,4 milljarðar króna. Þannig myndi SpaceX breyta gangi geimskota í heiminum.Í lok síðasta árs tókst fyrirtækinu að lenda sambærilegri eldflaug er hún sneri aftur til jarðar. Lenti hún upprétt og var það í fyrsta sinn sem slíkt tókst. Í nótt átti að endurtaka leikinn. Var lendingunni streymt í beinni útsendingu á vef SpaceX en rétt áður en flaugin átti að lenda á pramma á hafi úti datt útsendingin út. Sjá má bjart ljós í útsendingunni rétt áður en hún dettur út.Replay video of the on-air @SpaceX first stage landing from Of Course I Still Love You #SpaceX #SES9 pic.twitter.com/oydKlu4azR— Trevor Mahlmann☄ (@TrevorMahlmann) March 4, 2016 Svo virðist sem að forsvarsmenn SpaceX hafi raunar ekki gert ráð fyrir því að lendingin myndi heppnast en vonast Musk til þess að næsta eldflaug geti lent.Rocket landed hard on the droneship. Didn't expect this one to work (v hot reentry), but next flight has a good chance.— Elon Musk (@elonmusk) March 5, 2016 Musk getur þó huggað sig við það að allt lítur út fyrir að hafa gengið upp varðandi gervihnöttinn sem skotið var upp á loft með eldflauginni og er hann nú kominn á braut um jörðu. Mun hann verða hluti af neti gervihnatta sem þjónusta eiga um 20 ríki í Asíu og á Kyrrahafi. Tengdar fréttir Prófuðu lendingarbúnað geimfars SpaceX birti myndband af lendingartilraun geimfars sem er ætlað að koma sjö manns til geimstöðvarinnar. 22. janúar 2016 15:38 Skutu geimflaug á loft og lentu henni aftur Um er að ræða stórt skref í að draga verulega úr kostnaði við geimskot. 22. desember 2015 08:00 Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 SpaceX á leið til jarðar með rannsóknargögn SpaceX Dragon verður ýtt af stað frá alþjóðlegu geimstöðinni klukkan fjórar mínútur yfir ellefu fyrir hádegi í dag. 21. maí 2015 07:35 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Fyrirtækið SpaceX skaut í nótt ómannaðri Falcon 9 eldflaug út í geim með gervihnött innanborðs. Tókst geimskotið vel en sem fyrr var reynt að lenda eldflaugini er hún sneri aftur til jarðar. Svo virðist sem það hafi mistekist. Var eldflauginni skotið upp frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum og tókst allt vel þangað til reyna átti að lenda eldflauginu. Elon Musk er eigandi SpaceX og segir hann að ítrekaðar tilraunir til þess að lenda eldflaugum fyrirtækisins geti sparað gríðarlega fjárhæðir því að hægt sé að nota eldflaugarnar aftur. Í viðtali við Bloomberg í mars á síðasta ári sagði Musk að verði tæknin að raunveruleika muni geimskot kosta um tvö til þrjú hundruð þúsund dali í stað um 61 milljónar dala, um 8,4 milljarðar króna. Þannig myndi SpaceX breyta gangi geimskota í heiminum.Í lok síðasta árs tókst fyrirtækinu að lenda sambærilegri eldflaug er hún sneri aftur til jarðar. Lenti hún upprétt og var það í fyrsta sinn sem slíkt tókst. Í nótt átti að endurtaka leikinn. Var lendingunni streymt í beinni útsendingu á vef SpaceX en rétt áður en flaugin átti að lenda á pramma á hafi úti datt útsendingin út. Sjá má bjart ljós í útsendingunni rétt áður en hún dettur út.Replay video of the on-air @SpaceX first stage landing from Of Course I Still Love You #SpaceX #SES9 pic.twitter.com/oydKlu4azR— Trevor Mahlmann☄ (@TrevorMahlmann) March 4, 2016 Svo virðist sem að forsvarsmenn SpaceX hafi raunar ekki gert ráð fyrir því að lendingin myndi heppnast en vonast Musk til þess að næsta eldflaug geti lent.Rocket landed hard on the droneship. Didn't expect this one to work (v hot reentry), but next flight has a good chance.— Elon Musk (@elonmusk) March 5, 2016 Musk getur þó huggað sig við það að allt lítur út fyrir að hafa gengið upp varðandi gervihnöttinn sem skotið var upp á loft með eldflauginni og er hann nú kominn á braut um jörðu. Mun hann verða hluti af neti gervihnatta sem þjónusta eiga um 20 ríki í Asíu og á Kyrrahafi.
Tengdar fréttir Prófuðu lendingarbúnað geimfars SpaceX birti myndband af lendingartilraun geimfars sem er ætlað að koma sjö manns til geimstöðvarinnar. 22. janúar 2016 15:38 Skutu geimflaug á loft og lentu henni aftur Um er að ræða stórt skref í að draga verulega úr kostnaði við geimskot. 22. desember 2015 08:00 Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 SpaceX á leið til jarðar með rannsóknargögn SpaceX Dragon verður ýtt af stað frá alþjóðlegu geimstöðinni klukkan fjórar mínútur yfir ellefu fyrir hádegi í dag. 21. maí 2015 07:35 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Prófuðu lendingarbúnað geimfars SpaceX birti myndband af lendingartilraun geimfars sem er ætlað að koma sjö manns til geimstöðvarinnar. 22. janúar 2016 15:38
Skutu geimflaug á loft og lentu henni aftur Um er að ræða stórt skref í að draga verulega úr kostnaði við geimskot. 22. desember 2015 08:00
Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38
Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36
SpaceX á leið til jarðar með rannsóknargögn SpaceX Dragon verður ýtt af stað frá alþjóðlegu geimstöðinni klukkan fjórar mínútur yfir ellefu fyrir hádegi í dag. 21. maí 2015 07:35