Mistókst að lenda geimflaug Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2016 10:28 Fyrirtækið SpaceX skaut í nótt geimflaug á loft. Allt gekk vel þar til reyna átti að lenda flauginni. Vísir/Getty Fyrirtækið SpaceX skaut í nótt ómannaðri Falcon 9 eldflaug út í geim með gervihnött innanborðs. Tókst geimskotið vel en sem fyrr var reynt að lenda eldflaugini er hún sneri aftur til jarðar. Svo virðist sem það hafi mistekist. Var eldflauginni skotið upp frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum og tókst allt vel þangað til reyna átti að lenda eldflauginu. Elon Musk er eigandi SpaceX og segir hann að ítrekaðar tilraunir til þess að lenda eldflaugum fyrirtækisins geti sparað gríðarlega fjárhæðir því að hægt sé að nota eldflaugarnar aftur. Í viðtali við Bloomberg í mars á síðasta ári sagði Musk að verði tæknin að raunveruleika muni geimskot kosta um tvö til þrjú hundruð þúsund dali í stað um 61 milljónar dala, um 8,4 milljarðar króna. Þannig myndi SpaceX breyta gangi geimskota í heiminum.Í lok síðasta árs tókst fyrirtækinu að lenda sambærilegri eldflaug er hún sneri aftur til jarðar. Lenti hún upprétt og var það í fyrsta sinn sem slíkt tókst. Í nótt átti að endurtaka leikinn. Var lendingunni streymt í beinni útsendingu á vef SpaceX en rétt áður en flaugin átti að lenda á pramma á hafi úti datt útsendingin út. Sjá má bjart ljós í útsendingunni rétt áður en hún dettur út.Replay video of the on-air @SpaceX first stage landing from Of Course I Still Love You #SpaceX #SES9 pic.twitter.com/oydKlu4azR— Trevor Mahlmann☄ (@TrevorMahlmann) March 4, 2016 Svo virðist sem að forsvarsmenn SpaceX hafi raunar ekki gert ráð fyrir því að lendingin myndi heppnast en vonast Musk til þess að næsta eldflaug geti lent.Rocket landed hard on the droneship. Didn't expect this one to work (v hot reentry), but next flight has a good chance.— Elon Musk (@elonmusk) March 5, 2016 Musk getur þó huggað sig við það að allt lítur út fyrir að hafa gengið upp varðandi gervihnöttinn sem skotið var upp á loft með eldflauginni og er hann nú kominn á braut um jörðu. Mun hann verða hluti af neti gervihnatta sem þjónusta eiga um 20 ríki í Asíu og á Kyrrahafi. Tengdar fréttir Prófuðu lendingarbúnað geimfars SpaceX birti myndband af lendingartilraun geimfars sem er ætlað að koma sjö manns til geimstöðvarinnar. 22. janúar 2016 15:38 Skutu geimflaug á loft og lentu henni aftur Um er að ræða stórt skref í að draga verulega úr kostnaði við geimskot. 22. desember 2015 08:00 Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 SpaceX á leið til jarðar með rannsóknargögn SpaceX Dragon verður ýtt af stað frá alþjóðlegu geimstöðinni klukkan fjórar mínútur yfir ellefu fyrir hádegi í dag. 21. maí 2015 07:35 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Fyrirtækið SpaceX skaut í nótt ómannaðri Falcon 9 eldflaug út í geim með gervihnött innanborðs. Tókst geimskotið vel en sem fyrr var reynt að lenda eldflaugini er hún sneri aftur til jarðar. Svo virðist sem það hafi mistekist. Var eldflauginni skotið upp frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum og tókst allt vel þangað til reyna átti að lenda eldflauginu. Elon Musk er eigandi SpaceX og segir hann að ítrekaðar tilraunir til þess að lenda eldflaugum fyrirtækisins geti sparað gríðarlega fjárhæðir því að hægt sé að nota eldflaugarnar aftur. Í viðtali við Bloomberg í mars á síðasta ári sagði Musk að verði tæknin að raunveruleika muni geimskot kosta um tvö til þrjú hundruð þúsund dali í stað um 61 milljónar dala, um 8,4 milljarðar króna. Þannig myndi SpaceX breyta gangi geimskota í heiminum.Í lok síðasta árs tókst fyrirtækinu að lenda sambærilegri eldflaug er hún sneri aftur til jarðar. Lenti hún upprétt og var það í fyrsta sinn sem slíkt tókst. Í nótt átti að endurtaka leikinn. Var lendingunni streymt í beinni útsendingu á vef SpaceX en rétt áður en flaugin átti að lenda á pramma á hafi úti datt útsendingin út. Sjá má bjart ljós í útsendingunni rétt áður en hún dettur út.Replay video of the on-air @SpaceX first stage landing from Of Course I Still Love You #SpaceX #SES9 pic.twitter.com/oydKlu4azR— Trevor Mahlmann☄ (@TrevorMahlmann) March 4, 2016 Svo virðist sem að forsvarsmenn SpaceX hafi raunar ekki gert ráð fyrir því að lendingin myndi heppnast en vonast Musk til þess að næsta eldflaug geti lent.Rocket landed hard on the droneship. Didn't expect this one to work (v hot reentry), but next flight has a good chance.— Elon Musk (@elonmusk) March 5, 2016 Musk getur þó huggað sig við það að allt lítur út fyrir að hafa gengið upp varðandi gervihnöttinn sem skotið var upp á loft með eldflauginni og er hann nú kominn á braut um jörðu. Mun hann verða hluti af neti gervihnatta sem þjónusta eiga um 20 ríki í Asíu og á Kyrrahafi.
Tengdar fréttir Prófuðu lendingarbúnað geimfars SpaceX birti myndband af lendingartilraun geimfars sem er ætlað að koma sjö manns til geimstöðvarinnar. 22. janúar 2016 15:38 Skutu geimflaug á loft og lentu henni aftur Um er að ræða stórt skref í að draga verulega úr kostnaði við geimskot. 22. desember 2015 08:00 Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 SpaceX á leið til jarðar með rannsóknargögn SpaceX Dragon verður ýtt af stað frá alþjóðlegu geimstöðinni klukkan fjórar mínútur yfir ellefu fyrir hádegi í dag. 21. maí 2015 07:35 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Prófuðu lendingarbúnað geimfars SpaceX birti myndband af lendingartilraun geimfars sem er ætlað að koma sjö manns til geimstöðvarinnar. 22. janúar 2016 15:38
Skutu geimflaug á loft og lentu henni aftur Um er að ræða stórt skref í að draga verulega úr kostnaði við geimskot. 22. desember 2015 08:00
Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38
Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36
SpaceX á leið til jarðar með rannsóknargögn SpaceX Dragon verður ýtt af stað frá alþjóðlegu geimstöðinni klukkan fjórar mínútur yfir ellefu fyrir hádegi í dag. 21. maí 2015 07:35