Stelpurnar unnu stórsigur á Dönum á Algarve Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2016 16:45 Vísir Íslenska kvennalandsliðið fylgdi eftir sigri á Belgum í fyrsta leik með því að vinna sannfærandi 4-1 sigur á Dönum í Algarve-bikarnum í dag. Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen komu inn í byrjunarliðið og skoruðu báðar, þriðja mark íslenska liðsins var sjálfsmark eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttur og Hólmfríður Magnúsdóttir innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Dagný Brynjarsdóttir bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn og leiddi íslensku stelpurnar til sigurs á öflugur dönsku liði sem íslenska liðið hafði ekki unnið í undanförnum fjórum leikjum þjóðanna. Íslenska liðið komst í 2-0 með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla í upphafi leiks en Danir minnkuðu muninn í 2-1 í seinni hálfleiknum áður en íslensku stelpurnar gulltryggðu sigurinn með tveimur mörkum á lokakaflanum. Íslenska liðið spilaði mjög vel í leiknum í dag og var nálægt því að bæta við enn fleiri mörkum. Fanndís Friðriksdóttir átti meðal annars skot í stöng úr aukaspyrnu. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu en stelpurnar sýndu fram á og sönnuðu breiddina sem er komin í liðið með því að vinna þennan flotta sigur. Elín Metta Jensen skoraði fyrsta markið á 11. mínútu en annað markið var sjálfsmark á 12. mínútu sem kom eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttir. Danir minnkuðu muninn með marki Nadiu Nadim á 52. mínútu en Sandra María Jessen kom íslenska liðinu aftur tveimur mörkum yfir með þriðja marki Íslands aðeins sjö mínútum síðar. Markið skoraði Sandra eftir fyrirgjöf Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði síðan fjórða markið í uppbótartíma leiksins. Íslenska liðið vann ekki né skoraði mark á mótinu í fyrra en hefur nú unnið tvo sigra og skorað sex mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þetta er aðeins annar sigur íslenskra A-landsliða í knattspyrnu á Danmörku frá upphafi en hinn unnu stelpurnar fyrir fimm árum. Ísland hefur aldrei unnið Dani stærra en í dag.Lið Íslands á móti Danmörk: Sonný Lára Þráinsdóttir (Markvörður) Elísa Viðarsdóttir Glódís Perla Viggósdóttir (Anna Björk Kristjánsdóttir) Arna Sif Ásgrímsdóttir Hrafnhildur Hauksdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (66., Sara Björk Gunnarsdóttir) Katrín Ómarsdóttir (25., Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir) Dagný Brynjarsdóttir (Fyrirliði) Elín Metta Jensen (66., Fanndís Friðriksdóttir) Sandra María Jessen (Hólmfríður Magnúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Harpa Þorsteinsdóttir ) Fótbolti Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið fylgdi eftir sigri á Belgum í fyrsta leik með því að vinna sannfærandi 4-1 sigur á Dönum í Algarve-bikarnum í dag. Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen komu inn í byrjunarliðið og skoruðu báðar, þriðja mark íslenska liðsins var sjálfsmark eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttur og Hólmfríður Magnúsdóttir innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Dagný Brynjarsdóttir bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn og leiddi íslensku stelpurnar til sigurs á öflugur dönsku liði sem íslenska liðið hafði ekki unnið í undanförnum fjórum leikjum þjóðanna. Íslenska liðið komst í 2-0 með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla í upphafi leiks en Danir minnkuðu muninn í 2-1 í seinni hálfleiknum áður en íslensku stelpurnar gulltryggðu sigurinn með tveimur mörkum á lokakaflanum. Íslenska liðið spilaði mjög vel í leiknum í dag og var nálægt því að bæta við enn fleiri mörkum. Fanndís Friðriksdóttir átti meðal annars skot í stöng úr aukaspyrnu. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu en stelpurnar sýndu fram á og sönnuðu breiddina sem er komin í liðið með því að vinna þennan flotta sigur. Elín Metta Jensen skoraði fyrsta markið á 11. mínútu en annað markið var sjálfsmark á 12. mínútu sem kom eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttir. Danir minnkuðu muninn með marki Nadiu Nadim á 52. mínútu en Sandra María Jessen kom íslenska liðinu aftur tveimur mörkum yfir með þriðja marki Íslands aðeins sjö mínútum síðar. Markið skoraði Sandra eftir fyrirgjöf Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði síðan fjórða markið í uppbótartíma leiksins. Íslenska liðið vann ekki né skoraði mark á mótinu í fyrra en hefur nú unnið tvo sigra og skorað sex mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þetta er aðeins annar sigur íslenskra A-landsliða í knattspyrnu á Danmörku frá upphafi en hinn unnu stelpurnar fyrir fimm árum. Ísland hefur aldrei unnið Dani stærra en í dag.Lið Íslands á móti Danmörk: Sonný Lára Þráinsdóttir (Markvörður) Elísa Viðarsdóttir Glódís Perla Viggósdóttir (Anna Björk Kristjánsdóttir) Arna Sif Ásgrímsdóttir Hrafnhildur Hauksdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (66., Sara Björk Gunnarsdóttir) Katrín Ómarsdóttir (25., Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir) Dagný Brynjarsdóttir (Fyrirliði) Elín Metta Jensen (66., Fanndís Friðriksdóttir) Sandra María Jessen (Hólmfríður Magnúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Harpa Þorsteinsdóttir )
Fótbolti Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira