Matvælaöryggi getur verið dauðans alvara Gunnar Þór Gíslason skrifar 4. mars 2016 07:00 Ýmsir hagsmunagæslumenn verslunar og áhugamenn um Evrópusambandsaðild Íslands hæðast að læknum og vísindamönnum sem vara við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópusambandinu í framhaldi af ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um innflutningshömlur á slíkri vöru. Farfuglar og ferðamenn eru sagðir fljúga hingað án þess að skapa lýðheilsuhættu. Íslendingar eru sagðir fara til annarra Evrópulanda í frí, til náms eða vinnu til skemmri eða lengri tíma án þess að verða meint af. Íslensk dýr eru sögð alin upp við sömu aðstæður og eftir sömu reglum og gilda í Evrópu og því sé íslenskt kjöt ekkert merkilegra eða heilbrigðara en það útlenda. Sumar þessara fullyrðinga standast en aðrar alls ekki. Tvær algengar ástæður matarsýkinga í Evrópu eru bakteríur af kampýlobakter- og salmonellustofnum. Fólk getur veikst af því að borða sýktar dýraafurðir. Afleiðingar birtast sem slappleiki, niðurgangur og hiti en í alvarlegustu tilvikum sem liðbólgur, lömun og bólgur í hjartvöðva. Matarsýkin getur hreinlega verið banvæn. Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður fékk að kenna á alvarlegum afleiðingum matarsýkingar erlendis fyrir fjórum árum. „Hlakka til að geta gengið aftur,“ sagði þessi öflugi íþróttamaður. Eftir lífsreynslu sína telur hann matvælaöryggi örugglega ekki til gamanmála. Síðast þegar ESB mældi kampýlóbakter í kjúklingakjöti á samræmdan hátt í öllum ríkjum sambandsins reyndust 70% kjúklinga í prófunum sýktir. Í annarri rannsókn í Danmörku fannst kampýlóbakter í ríflega þriðjungi sýna úr fersku kjúklingakjöti í verslunum. Enn má nefna niðurstöður kampýlóbaktermælinga í Bretlandi í fyrra þegar 73% af kjúklingum voru sýkt. Kampýlóbakter er þannig landlægt víða, meira að segja í ríkjum sem teljast með þeim þróaðri innan ESB. Kampýlóbakter hefur vissulega verið til vandræða líka á Íslandi. Árið 2000 var gripið til markvissra aðgerða gegn þessum ófögnuði í innlendu kjúklingaeldi og með samstilltu átaki eftirlitsaðila og kjúklingabænda náðist frábær árangur. Matís birti skýrslu um öryggi íslenskra kjúklingaafurða á neytendamarkaði árið 2013. Rannsóknin stóð yfir í 12 mánuði og á þeim tíma mældust engin tilvik salmonellu eða kampýlóbakters í íslensku kjúklingakjöti. Svona gerist ekki af sjálfu sér. Hjá Matfugli ehf. höfum við til dæmis lagt í miklar fjárfestingar til að bæta eldishúsin okkar. Við erum með dýralækni í fullu starfi við að þjálfa starfsfólkið í umgengni við kjúklingana og til að hafa yfirumsjón með smitvörnum.Opinbert eftirlit meira hér Opinbert eftirlit með kjúklingarækt er miklu meira á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Hér eru tekin sýni úr hverjum einasta kjúklingahópi á eldistímanum til að skima fyrir kampýlóbakter- og salmonellusýkingu. Greinist eitthvað athugavert er umsvifalaust gripið til aðgerða. Svo strangt eftirlit þekkist ekki í ESB. Það er því rangt að sambærilegar reglur gildi um kjúklingarækt í ESB og á Íslandi og rangt líka að kjúklingur í ESB sé jafn hollur kostur og sá íslenski. Öryggi matvæla er stórt lýðheilsumál sem bæði hefur áhrif á lífsgæði neytenda og kostnað í heilbrigðiskerfinu. Einn þeirra sem gerðist talsmaður matvælaöryggis á Íslandi var Sighvatur Björgvinsson, þáverandi alþingismaður. Þegar kampýlóbakterfárið 1999 stóð sem hæst lagði hann fyrirspurn í nokkrum liðum fyrir heilbrigðisráðherra á Alþingi og spurði meðal annars: „Mun ráðherra beita sér fyrir því að matvæli sem greinast með kampýlóbaktersmit verði tekin af íslenskum markaði?“ Sé Sighvatur samkvæmur sjálfum sér hlýtur hann nú að skipa sér í sveit með íslenskum bændum, læknum og vísindamönnum sem berjast fyrir því að Ísland haldi áfram að stemma stigu við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópusambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Ýmsir hagsmunagæslumenn verslunar og áhugamenn um Evrópusambandsaðild Íslands hæðast að læknum og vísindamönnum sem vara við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópusambandinu í framhaldi af ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um innflutningshömlur á slíkri vöru. Farfuglar og ferðamenn eru sagðir fljúga hingað án þess að skapa lýðheilsuhættu. Íslendingar eru sagðir fara til annarra Evrópulanda í frí, til náms eða vinnu til skemmri eða lengri tíma án þess að verða meint af. Íslensk dýr eru sögð alin upp við sömu aðstæður og eftir sömu reglum og gilda í Evrópu og því sé íslenskt kjöt ekkert merkilegra eða heilbrigðara en það útlenda. Sumar þessara fullyrðinga standast en aðrar alls ekki. Tvær algengar ástæður matarsýkinga í Evrópu eru bakteríur af kampýlobakter- og salmonellustofnum. Fólk getur veikst af því að borða sýktar dýraafurðir. Afleiðingar birtast sem slappleiki, niðurgangur og hiti en í alvarlegustu tilvikum sem liðbólgur, lömun og bólgur í hjartvöðva. Matarsýkin getur hreinlega verið banvæn. Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður fékk að kenna á alvarlegum afleiðingum matarsýkingar erlendis fyrir fjórum árum. „Hlakka til að geta gengið aftur,“ sagði þessi öflugi íþróttamaður. Eftir lífsreynslu sína telur hann matvælaöryggi örugglega ekki til gamanmála. Síðast þegar ESB mældi kampýlóbakter í kjúklingakjöti á samræmdan hátt í öllum ríkjum sambandsins reyndust 70% kjúklinga í prófunum sýktir. Í annarri rannsókn í Danmörku fannst kampýlóbakter í ríflega þriðjungi sýna úr fersku kjúklingakjöti í verslunum. Enn má nefna niðurstöður kampýlóbaktermælinga í Bretlandi í fyrra þegar 73% af kjúklingum voru sýkt. Kampýlóbakter er þannig landlægt víða, meira að segja í ríkjum sem teljast með þeim þróaðri innan ESB. Kampýlóbakter hefur vissulega verið til vandræða líka á Íslandi. Árið 2000 var gripið til markvissra aðgerða gegn þessum ófögnuði í innlendu kjúklingaeldi og með samstilltu átaki eftirlitsaðila og kjúklingabænda náðist frábær árangur. Matís birti skýrslu um öryggi íslenskra kjúklingaafurða á neytendamarkaði árið 2013. Rannsóknin stóð yfir í 12 mánuði og á þeim tíma mældust engin tilvik salmonellu eða kampýlóbakters í íslensku kjúklingakjöti. Svona gerist ekki af sjálfu sér. Hjá Matfugli ehf. höfum við til dæmis lagt í miklar fjárfestingar til að bæta eldishúsin okkar. Við erum með dýralækni í fullu starfi við að þjálfa starfsfólkið í umgengni við kjúklingana og til að hafa yfirumsjón með smitvörnum.Opinbert eftirlit meira hér Opinbert eftirlit með kjúklingarækt er miklu meira á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Hér eru tekin sýni úr hverjum einasta kjúklingahópi á eldistímanum til að skima fyrir kampýlóbakter- og salmonellusýkingu. Greinist eitthvað athugavert er umsvifalaust gripið til aðgerða. Svo strangt eftirlit þekkist ekki í ESB. Það er því rangt að sambærilegar reglur gildi um kjúklingarækt í ESB og á Íslandi og rangt líka að kjúklingur í ESB sé jafn hollur kostur og sá íslenski. Öryggi matvæla er stórt lýðheilsumál sem bæði hefur áhrif á lífsgæði neytenda og kostnað í heilbrigðiskerfinu. Einn þeirra sem gerðist talsmaður matvælaöryggis á Íslandi var Sighvatur Björgvinsson, þáverandi alþingismaður. Þegar kampýlóbakterfárið 1999 stóð sem hæst lagði hann fyrirspurn í nokkrum liðum fyrir heilbrigðisráðherra á Alþingi og spurði meðal annars: „Mun ráðherra beita sér fyrir því að matvæli sem greinast með kampýlóbaktersmit verði tekin af íslenskum markaði?“ Sé Sighvatur samkvæmur sjálfum sér hlýtur hann nú að skipa sér í sveit með íslenskum bændum, læknum og vísindamönnum sem berjast fyrir því að Ísland haldi áfram að stemma stigu við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópusambandinu.
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar