Handbolti

Níu íslensk mörk í franska handboltanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór skoraði fimm mörk fyrir St. Raphael í kvöld.
Arnór skoraði fimm mörk fyrir St. Raphael í kvöld. vísir/afp
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fjögur mörk þegar Nimes tapaði fyrir Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 30-27.

Gestirnir frá Nimes byrjuð vel og voru meðal annars fimm mörkum yfir, 12-7, þegar tuttugu mínútur voru liðnar, en Montpellier skoraði sjö mörk gegn einungis tveimur frá Nimes síðustu tíu mínúturnar og staðan 14-14 í hálfleik.

Í síðari hálfleik reyndust heimamenn í Montpellier sterkari, en staðan var jöfn 27-27 þegar fjórar mínútur voru eftir. Ekki náðu gestirnir að skora mark síðustu fjórar mínúturnar og lokatölur 30-27 sigur Montpellier.

Nimes er í níunda sætinu með sextán stig, en Montpellier er sæti ofar með átján stig.

PSG vann enn einn sigurinn í kvöld, en þeir unnu tíu marka sigur á Ivry á heimavelli sínum í París í kvöld, 32-22. Mikkel Hansen var markahæstur hjá PSG með níu mörk, en Róbert Gunnarsson var ekki í leikmannahóp PSG.

Arnór Atlason skoraði fimm mörk og var næst markahæstur þegar Saint Raphael vann fimm marka sigur á Tremblay í sömu deild í kvöld, 35-30.

Eftir sigurinn er St. Raphael í öðru sætinu með 26 stig, en Tremblay er í næst neðsa sætinu með sex stig.

Leikurinn var virkilega jafn og spennandi og staðan var meðal annars 19-19 þegar flautað var til hálfleiks. Saint Raphael skoraði fjögur fyrstu mörkin í síðari hálfleik og eftir það var ekki aftur snúið. Góður fimm marka sigur hjá Arnóri og félögum, 35-30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×