Handbolti

Tvö mörk frá Aroni og Veszprem í góðri stöðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron og félagar gátu leyft sér að fagna í dag.
Aron og félagar gátu leyft sér að fagna í dag. vísir/getty
Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém eru með pálmann í höndunum eftir fyrri leikinn gegn Motor Zaporozhye í tólf liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Aron og félagar unnu fyrri leikinn 29-24 á útivelli eftir að staðan í hálfleik hafi verið 12-12. Í síðari hálfleik tóku gestirnir frá Veszprém völdin og sigu fram úr.

FH-ingurinn skoraði tvö mörk úr þeim sex skotum sem hann tók, en Gasper Marguc og Renato Sulic voru markahæstir hjá Veszprém með fimm mörk hvor. Igor Soroka skoraði sjö mörk fyrir Motor.

Tólf lið berjast um sæti í átta liða úrslitunum, en tvö efstu liðin í A og B riðli fóru beint í átta liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×