Handbolti

Aue í lægð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Árni skoraði fjögur mörk gegn Saarlouis en þau dugðu ekki til.
Árni skoraði fjögur mörk gegn Saarlouis en þau dugðu ekki til. mynd/facebook-síða aue
Það gengur lítið hjá Íslendingaliðinu Aue þessa dagana en í kvöld tapaði liðið 30-24 fyrir Saarlouis í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld.

Aue hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og er í 9. sæti deildarinnar með 30 stig.

Árni Þór Sigtryggsson skoraði fjögur mörk fyrir Aue í kvöld en bróðir hans, Rúnar, er þjálfari liðsins.

Sveinbjörn Pétursson varði átta skot í markinu en Sigtryggur Rúnarsson og Bjarki Már Gunnarsson léku ekki með Aue í kvöld vegna meiðsla.

Aue-menn fá lítinn tíma til að sleikja sárin því þeir eiga leik gegn Ferndorf á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Rúnar framlengir við Aue

Rúnar Sigtryggsson hefur gert nýjan samning við þýska handknattleiksliðið EHV Aue.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×