Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2016 18:30 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Pírata gagnrýna að leynd skuli vera yfir gögnum sem varða flutning bankanna sem risu upp úr bankahruninu í hendur erlendra kröfuhafa. Engin haldbær rök séu fyrir leyndinni en hún komi í veg fyrir eðlilegar umræður. Eftir hrun gömlu bankanna fengu slitabú þeirra nýju bankana Íslandsbanka og meirihluta Arion banka frá ríkinu upp í skuld en ríkið hélt eftir stærstum hluta Landsbankans. Með nýlegu samkomulagi stjórnvalda við slitabúin er Íslandsbanki kominn í hendur ríkisins og ríkið á enn 13 prósenta hlut í Arion. Þingmenn hafa um nokkurn tíma haft aðgang að gögnum sem varða færslu eignarhalds á nýju bönkunum í hendur slitabúanna í lokuðu herbergi á nefndarsviði Alþingis, þar sem aðeins einn þingmaður í einu má skoða gögnin sem bundin eru trúnaði. Þingmenn mega ekki afrita gögnin og ekki vitna í þau opinberlega en sín á milli kalla þingenn herbergið leyniherbergi. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir málið varða hundruð milljarða færslu á ríkiseignum. „Sem voru færðar yfir í þrotabú og lögum var breytt þannig að þrotabú gætu eignast banka, sem er ekki heimilt samkvæmt lögum. Við getum ekki afgreitt þetta að mínu áliti eins og átti að afgreiða Icesave, það er að segja það var sagt við okkur þingmenn á sínum tíma að það ætti að vera leynd yfir þeim samningum,“ sagði Guðlaugur Þór á Alþingi í dag. En þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sátu hjá þegar greidd voru atkvæði um ráðstöfun bankanna til slitabúanna í tíð síðustu ríkisstjórnar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Guðlaugi Þór varðandi leyndina yfir skjölunum. Við skoðun gagnanna hefði hann þó hvorki rekist á samsæri eða landráð en til að fá álit sérfræðinga á gögnunum þurfi að aflétta leyndinni. „Ég legg því til að kröfur háttvirtra þingmanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Vigdísar Hauksdóttur verði teknar alvarlega og eins mikilli leynd verði svift af þessum gögnum og frekast er unnt. Að því leyti sem það er ekki mögulegt þarf að vera mjög skýrt hvers vegna og það þarf að vera svo skýrt að við háttvirtir þingmenn getum sammælst um það,“ sagði Helgi Hrafn. Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Pírata gagnrýna að leynd skuli vera yfir gögnum sem varða flutning bankanna sem risu upp úr bankahruninu í hendur erlendra kröfuhafa. Engin haldbær rök séu fyrir leyndinni en hún komi í veg fyrir eðlilegar umræður. Eftir hrun gömlu bankanna fengu slitabú þeirra nýju bankana Íslandsbanka og meirihluta Arion banka frá ríkinu upp í skuld en ríkið hélt eftir stærstum hluta Landsbankans. Með nýlegu samkomulagi stjórnvalda við slitabúin er Íslandsbanki kominn í hendur ríkisins og ríkið á enn 13 prósenta hlut í Arion. Þingmenn hafa um nokkurn tíma haft aðgang að gögnum sem varða færslu eignarhalds á nýju bönkunum í hendur slitabúanna í lokuðu herbergi á nefndarsviði Alþingis, þar sem aðeins einn þingmaður í einu má skoða gögnin sem bundin eru trúnaði. Þingmenn mega ekki afrita gögnin og ekki vitna í þau opinberlega en sín á milli kalla þingenn herbergið leyniherbergi. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir málið varða hundruð milljarða færslu á ríkiseignum. „Sem voru færðar yfir í þrotabú og lögum var breytt þannig að þrotabú gætu eignast banka, sem er ekki heimilt samkvæmt lögum. Við getum ekki afgreitt þetta að mínu áliti eins og átti að afgreiða Icesave, það er að segja það var sagt við okkur þingmenn á sínum tíma að það ætti að vera leynd yfir þeim samningum,“ sagði Guðlaugur Þór á Alþingi í dag. En þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sátu hjá þegar greidd voru atkvæði um ráðstöfun bankanna til slitabúanna í tíð síðustu ríkisstjórnar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Guðlaugi Þór varðandi leyndina yfir skjölunum. Við skoðun gagnanna hefði hann þó hvorki rekist á samsæri eða landráð en til að fá álit sérfræðinga á gögnunum þurfi að aflétta leyndinni. „Ég legg því til að kröfur háttvirtra þingmanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Vigdísar Hauksdóttur verði teknar alvarlega og eins mikilli leynd verði svift af þessum gögnum og frekast er unnt. Að því leyti sem það er ekki mögulegt þarf að vera mjög skýrt hvers vegna og það þarf að vera svo skýrt að við háttvirtir þingmenn getum sammælst um það,“ sagði Helgi Hrafn.
Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira