Erlent

Hæsta fjall Bretlands hærra en talið var

Bjarki Ármannsson skrifar
Fjallstindurinn Ben Nevis er fagur á góðum degi.
Fjallstindurinn Ben Nevis er fagur á góðum degi. Vísir/Getty
Hæsta fjall Bretlandseyja hækkaði í vikunni um einn metra. Réttara sagt mældu sérfræðingar hæð fjallsins, Ben Nevis í Skotlandi, upp á nýtt með nýjustu og nákvæmustu tækni og telst það nú vera 1345 metrar en ekki 1344.

Að því er breska ríkisútvarpið greinir frá, reyndist munurinn á mælingunum ekki nærri því svo mikill en þó nógu mikill til þess að hæðin er nú námunduð upp í næsta metra en ekki niður.

Hæð Ben Nevis var síðast mæld árið 1949.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×