Erlent

Dómari setur lögbann á skipun Lula

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil mótmæli brustust úr í landinu í gær þegar tilkynnt var að Dilma Rousseff forseti hafi skipað Lula starfsmannastjóra.
Mikil mótmæli brustust úr í landinu í gær þegar tilkynnt var að Dilma Rousseff forseti hafi skipað Lula starfsmannastjóra. Vísir/AFP
Alríkisdómari í Brasilíu hefur sett lögbann á ráðningu Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins, í embætti starfsmannastjóra forsetaembættisins.

Mikil mótmæli brustust úr í landinu í gær þegar tilkynnt var að Dilma Rousseff forseti hafi skipað Lula starfsmannastjóra.

Ákvörðun Rousseff þýddi að erfiðara yrði fyrir saksóknara í landinu að ákæra Lula sem sakaður er um umfangsmikið peningaþvætti og aðra spillingu. Yrði af skipuninni gæti Hæstaréttur landsins einungis tekið mál Lula fyrir, ekki alríkisdómstólar.

Símtal á milli þeirra Rousseff og Lula sem gert hefur verið opinbert virðist þó benda til þess að hún hafi einmitt ráðið sinn gamla félaga í starfið til að koma honum í skjól, þó hún hafi áður hafnað því opinberlega.

Lula hefur ávallt hafnað öllum ásökunum um spilllingu og segir þær runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×