Erlent

Leitin að Nefertiti: Lífræn efni hafa fundist í rými við gröf Tútankamon

Atli Ísleifsson skrifar
Gröf Tútankamons var uppgötvuð á breska fornleifafræðingnum Howard Carter árið 1922.
Gröf Tútankamons var uppgötvuð á breska fornleifafræðingnum Howard Carter árið 1922. Vísir/AFP
Egypskur ráðherra segir að við leit að hinsta hvíldarstað Nefartiti drottningar hafi „lífræn efni“ fundist í rými fyrir aftan tvo veggi grafar Tútankamon.

Ráðherra fornmunamála, Mamdouh el-Damaty, segir að við radarskönnun sem framkvæmd var í nóvember hafi „ýmislegt fundist handan veggjanna“, lífræn efni sem málmar.

Nánari leit verður framkvæmd síðar í þessum mánuði til að ákvarða hvort rýmin séu í raun smærri salir.

Í frétt BBC kemur fram að breskur fornleifafræðingur telji að Nefertiti hvíli þar.

Nefertiti réði yfir Egyptalandi á fjórtándu öld fyrir Krist og kann að hafa verið móðir Tútankamon, en er einnig sögð hafa verið föðursystir, tengdamóðir eða stjúpmóðir hans.Hún var gift faraónum Akenaton.

Gröf Tútankamons var uppgötvuð á breska fornleifafræðingnum Howard Carter árið 1922.

Allt frá því að gröf Tútankamons fannst í egypska Konungsdalnum 1922 hafa sérfræðingar velt því fyrir sér af hverju gröfin sé svo hlutfallslega lítil.

Breski fornleifafræðingurinn Nicholas Reeves, sem starfar við Háskólann í Arizona, vill meina að gröfin hafi upphaflega verið ætluð konu.

Reeves hefur rannsakað nákvæmar myndir úr gröf Tútankamon og bent á að sprungur í veggjum bendi til að lokað hafi verið fyrir tveimur leynigöngum inn af gröf Tútankamons. Ein göngin eigi að hafa leitt í annað rými og hin í gröf Nefertiti.

Mamdouh el-Damaty, ráðherra fornmunamála.Vísir/AFP

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×