Liverpool var með 2-0 forskot eftir fyrri leikinn þar sem lærisveinar Jürgen Klopp voru með mikla yfirburði. Samanlagður sigur Liverpool, 3-1.
Anthony Martial fiskaði vítaspyrnu þegar Nathaniel Clyne braut á honum eftir ríflega hálftíma leik og skoraði hann úr spyrnunni sjálfur, 1-0.
Þá vantaði United aðeins eitt mark til að koma sér í framlengingu eða tvö mörk til að komast áfram. Philippe Coutinho var þó fljótur að drepa allar vonir heimamanna.
Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks skoraði Brasilíumaðurinn frábært mark eftir að fífla Varela í bakverði United upp úr skónum. Hann komst upp að endamörkum og lyfti boltanum snyrtilega yfir De Gea, 1-1.
Þrátt fyrir að þurfa þrjú mörk í seinni hálfleik var United-liðið varla líklegt til að skora eitt mark og því náði Liverpool nokkuð auðveldlega þeim úrslitum sem liðið þurfti.
Liverpool áfram eftir fyrsta Evrópueinvígi þessara miklu erkifjenda, 3-1.