Handbolti

Sigurbergur og Egill deildarmeistarar í Danmörku

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sigurbergur Sveinsson.
Sigurbergur Sveinsson. vísir/valli
Sigurbergur Sveinsson, Egill Magnússon og félagar þeirra í Team Tvis Holstebro urðu í kvöld deildarmeistarar í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Þetta er í fyrsta skipti sem Holstebro-liðið fagnar þessum áfanga en liðið tryggði sér efsta sætið með sigri á Ribe, 29-23, á útivelli í kvöld.

Sigurbergur Sveinsson skoraði fjögur mörk en Egill Magnússon komst ekki á blað. Sigurinn var aldrei í hættu en deildarmeistararnir voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 14-9.

Holstebro var í baráttu við KIF Kolding um efsta sætið en Kolding gerði sitt með að vinna Álaborg á útivelli í kvöld. Þegar ein umferð er eftir er Holstebro með fjögurra stiga forskot á KIF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×