Innlent

Má núna heita Kling og Ára en ekki Blom

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Nú bera millinafnið Kling sem óneitanlega vekur hugrenningatengsl við spákonuna Siggu Kling en í hennar tilfelli er Kling stytting á ættarnafninu Klingenberg.
Nú bera millinafnið Kling sem óneitanlega vekur hugrenningatengsl við spákonuna Siggu Kling en í hennar tilfelli er Kling stytting á ættarnafninu Klingenberg. Vísir/Vilhelm
Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn með úrskurðum sem kveðnir voru upp þann 4. mars síðastliðinn en birtir á netinu í dag.

Nú má til dæmis bera millinafnið Kling sem óneitanlega vekur hugrenningatengsl við spákonuna Siggu Kling en í hennar tilfelli er Kling stytting á ættarnafninu Klingenberg.

Þá er einnig búið að samþykkja eiginnöfnin Ísbjört, Ára og Mæja fyrir konur og nöfnin Baui og Toddi fyrir karla.

Það má hins vegar ekki bera millinafnið Blom þar sem það „telst ekki dregið af íslenskum orðstofnum  og fullnægir því ekki skilyrðum laga um mannanöfn,“ eins og segir í úrskurði mannanafnanefndar.


Tengdar fréttir

Má heita Gígí en ekki Einarr

Mannanafnanefnd hefur samþykkt fjögur ný eiginnöfn, þrjú kvenmannsnöfn og eitt karlmannsnafn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×