Erlent

Rússar munu halda loftárásum áfram í Sýrlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Friðarviðræður héldu áfram í Genf í dag.
Friðarviðræður héldu áfram í Genf í dag. Vísir/AFP
Rússneski herinn hóf flutning herliðs frá Sýrlandi í morgun eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti greindi frá ákvörðun þessa efnis í gær.

Talsmenn Rússlandsstjórnar segja herinn þó áfram ætla að gera loftárásir á skotmörk vígasveita ISIS og að nokkur hundruð starfsmenn verði áfram í landinu, auk loftvarnarkerfa.

Í frétt BBC segir að rússneska varnarmálaráðuneytið hafi birt myndband af rússneskum herþotum sem tóku á loft frá Hmeimim herstöðinni í Sýrlandi.

Friðarviðræður héldu áfram í Genf í dag, en sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Staffan de Mistura, segist fagna ákvörðun Rússa. Segist hann vonast til að ákvörðunin hafi jákvæð áhrif á viðræðurnar.






Tengdar fréttir

Sýrlendingar mótmæla í vopnahléinu

Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi hafa notað tækifærið í stuttu vopnahléi til þess að mótmæla stjórn Bashars al Assad forseta, sem þeir kenna enn alfarið um borgarastyrjöldina sem nú hefur staðið yfir í sex ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×