Erlent

Einn maður lést þegar bílsprengja sprakk í Berlín

Atli Ísleifsson skrifar
Búið er að girða af stórt svæði í kringum bílinn.
Búið er að girða af stórt svæði í kringum bílinn. Vísir/EPA
Einn maður lést þegar bílsprengja sprakk á Bismarckstrasse í Charlottenburg í Berlín í morgun.

Lögregla í Þýskalandi segir bíllinn hafi verið á ferð og stefndi á miðborgina þegar hann sprakk sem leiddi til þess að bíllinn þeyttist á loft. Bílstjórinn fórst í sprengingunni.

Í frétt BBC segir að lögregla segi sprengiefni hafa verið í bílnum og verið væri að rannsaka vettvang.

Íbúar í grennd við staðinn hafa verið hvattir til að loka gluggum og vera innarlega í íbúðum, fjarri götunni, þar til búið er að tryggja svæðið.

Lögregla girti stórt svæði af í kringum bílinn.

Uppfært 11:30:

Talsmaður lögreglu segir að morðrannsókn sé hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×