Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2016 18:57 „Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali. Ég vil að hann rísi sem fyrst á sem bestum stað og virki sem best,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í Reykjavík síðdegis í dag. Sigmundur Davíð var harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann tók vel í hugmynd Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, að nýr Landspítali yrði byggður á Vífilstöðum. Meðal óánægjuradda má nefna Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, og Kára Stéfánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, en sá síðarnefndi líkti innleggi Sigmundar við skemmdarverk. „Menn virðast fyrst og fremst áhyggjur af því að þetta myndi tefja verkefnið en ég og fleiri höfum fært rök fyrir því að það þurfi ekki að vera svo. Margir hafa til að mynda bent á það að þetta geti orðið til þess að flýta fyrir,“ segir Sigmundur. Forsætisráðherrann benti á að í gegnum tíðina hafi verið áform um bútasaumsleiðina svokölluðu en þau tafist ítrekað. Bendir hann í því samhengi á Læknagarð sem átti að vera fyrsti áfanginn í stórri byggingu en sá partur hafi enn ekki verið kláraður, um fjörutíu árum eftir að Læknagarður reis. „Nýr spítali á öðrum stað gæti orðið hagkvæmari auk þess að það er einfaldara og skilvirkara að hanna eitt stórt nýtt hús sem myndi virka sem öflug heild. Setja þá heilstæðu vinnu á fullan skrið á svæði þar sem engin truflun er af byggð, umferð eða öðru og klára þetta af krafti,“ sagði Sigmundur. Hann bætti því við að í dag hafi honum borist bréf frá dönsku arkitektastofunni C.F. Möller. Stofan kom að undirbúningsvinnu við nýjan Landspítala á árunum 2005 til 2008. Í bréfinu kemur fram að fyrirtækið býður fram gögn og aðstoð sína til að finna bestu mögulegu lausnina fyrir nýjan Landspítala. „Þó menn leggi í þessa vinnu er alveg ljóst að það verður að halda áfram með vinnuna við Hringbraut sem sannarlega er nauðsynleg. Það er nauðsynlegt að gera þetta samhliða. Jafn vel þó menn haldi áfram á Hringbraut og ljúki því á áætluðum tíma þá ætla menn varla að geyma fólk í bílskúrum fram að því,“ sagði Sigmundur Davíð. Viðtalið við forsætisráðherrann í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
„Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali. Ég vil að hann rísi sem fyrst á sem bestum stað og virki sem best,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í Reykjavík síðdegis í dag. Sigmundur Davíð var harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann tók vel í hugmynd Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, að nýr Landspítali yrði byggður á Vífilstöðum. Meðal óánægjuradda má nefna Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, og Kára Stéfánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, en sá síðarnefndi líkti innleggi Sigmundar við skemmdarverk. „Menn virðast fyrst og fremst áhyggjur af því að þetta myndi tefja verkefnið en ég og fleiri höfum fært rök fyrir því að það þurfi ekki að vera svo. Margir hafa til að mynda bent á það að þetta geti orðið til þess að flýta fyrir,“ segir Sigmundur. Forsætisráðherrann benti á að í gegnum tíðina hafi verið áform um bútasaumsleiðina svokölluðu en þau tafist ítrekað. Bendir hann í því samhengi á Læknagarð sem átti að vera fyrsti áfanginn í stórri byggingu en sá partur hafi enn ekki verið kláraður, um fjörutíu árum eftir að Læknagarður reis. „Nýr spítali á öðrum stað gæti orðið hagkvæmari auk þess að það er einfaldara og skilvirkara að hanna eitt stórt nýtt hús sem myndi virka sem öflug heild. Setja þá heilstæðu vinnu á fullan skrið á svæði þar sem engin truflun er af byggð, umferð eða öðru og klára þetta af krafti,“ sagði Sigmundur. Hann bætti því við að í dag hafi honum borist bréf frá dönsku arkitektastofunni C.F. Möller. Stofan kom að undirbúningsvinnu við nýjan Landspítala á árunum 2005 til 2008. Í bréfinu kemur fram að fyrirtækið býður fram gögn og aðstoð sína til að finna bestu mögulegu lausnina fyrir nýjan Landspítala. „Þó menn leggi í þessa vinnu er alveg ljóst að það verður að halda áfram með vinnuna við Hringbraut sem sannarlega er nauðsynleg. Það er nauðsynlegt að gera þetta samhliða. Jafn vel þó menn haldi áfram á Hringbraut og ljúki því á áætluðum tíma þá ætla menn varla að geyma fólk í bílskúrum fram að því,“ sagði Sigmundur Davíð. Viðtalið við forsætisráðherrann í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45
„Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26