Erlent

Senda gervihnött til Mars til að rannsaka metan

Atli Ísleifsson skrifar
Flauginni með gervihnettinum ExoMars Trace Gas Orbiter (TGO) var skotið á loft í Baikonur í Kasakstan klukkan 9:31 í morgun.
Flauginni með gervihnettinum ExoMars Trace Gas Orbiter (TGO) var skotið á loft í Baikonur í Kasakstan klukkan 9:31 í morgun. Vísir/EPA
Geimvísindastofnanir Evrópu og Rússlands skutu í morgun gervihnött á loft til að kanna hvort metan í andrúmslofti reikistjörnunnar Mars komi úr jarðlögum eða sé framleitt af örverum.

Flauginni með gervihnettinum ExoMars Trace Gas Orbiter (TGO) var skotið á loft í Baikonur í Kasakstan klukkan 9:31 að íslenskum tíma í morgun.

Í frétt BBC kemur fram að ef för gervihnattarins reynist árangursrík megi búast við að stofnanirnar muni saman vinna að því að senda nýjan kanna til að fara um á yfirborði Mars. Reiknað er með að slíku fari yrði skotið á loft árið 2018 eða 2020.

Ferðin til Mars er áætluð taka um sjö mánuðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×