Vantar fleiri stelpur í atvinnumennskuna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. mars 2016 06:00 Thea Imani Sturludóttir sýndi í gær að hún er ein af framtíðarstúlkunum í íslenska landsliðinu. vísir/ernir „Eins og leikurinn þróaðist þá áttum við að vera að löngu búin að gera út um þennan leik. Við klúðruðum örugglega 20 dauðafærum í leiknum,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins, eftir nauman 20-19 sigur á Sviss í gær. Ramune Pekarskyte skoraði sigurmark liðsins en stjarna leiksins var Florentina Stanciu sem varði 25 skot í íslenska markinu og var með hátt í 60 prósent markvörslu. Geggjuð frammistaða.Þarf margt að ganga upp Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins í undankeppni EM. Liðið var búið að tapa þrem leikjum í röð áður en kom að leiknum í gær. Stelpurnar eiga því enn möguleika á að komast áfram en sú von er þó veik enda eru hin liðin í riðlinum mun sterkari en Sviss. „Það þarf margt að ganga upp ef við eigum að fara áfram. Ef þessi leikur hefði tapast þá væri þetta búið. Það var mjög jákvætt að ná í sigur eftir það sem á undan var gengið.“ Ágúst segir að það eigi sínar skýringar af hverju hafi ekki gengið betur í þessari undankeppni en raun ber vitni. „Við höfum ekki mikið viljað tala um það en það vantar sterka leikmenn í liðið. Leikmenn eins og Rut Jónsdóttur og Birnu Berg Haraldsdóttur sem eru sterkar skyttur. Það munar um það og svo vantar Þóreyju Rósu líka. Breiddin er ekkert svakalega mikil en til framtíðar þá er fullt af flottum leikmönnum að koma upp. Það er heilmikil framtíð í þessu liði,“ segir Ágúst.Vildi komast oftar í lokakeppni Stelpurnar komust í lokakeppni stórmóts árin 2010, 2011 og 2012. Síðan hefur ekki gengið að koma liðinu alla leið. Er Ísland að dragast aftur úr öðrum liðum í kvennaboltanum? „Auðvitað hefðum við viljað vera inni á fleiri stórmótum. Við vorum mjög nálægt því fyrir síðasta EM. Við erum aðeins að narta í hælana á hinum liðunum en auðvitað hefðum við viljað vera oftar með á stórmótum,“ segir landsliðsþjálfarinn. En hvað þarf til að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu?Vantar fleiri atvinnumenn „Við þurfum að fá fleiri sterka leikmenn. Við vorum með fleiri stelpur að spila erlendis og það hafa leikmenn verið að koma heim aftur. Þær stelpur sem eru að spila úti eru að æfa með betri leikmönnum og allar æfingar eru erfiðari. Mitt mat er að við þurfum að koma fleiri stelpum út sem eru að komast í landsliðsklassa. Stelpur eins og Hrafnhildur Hanna, Thea og fleiri stelpur. Það mun síðan auka gæðin í landsliðinu. Það að við séum án sterkra leikmanna núna eykur samt breiddina í landsliðinu núna sem er mjög gott til lengri tíma litið.“Hættir hann í sumar? Ágúst er með samning við HSÍ fram á sumarið en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá landsliðinu síðan 2011. Heyrst hefur að hann ætli sér að hætta með liðið er samningurinn rennur út. „Ég er nú bráðum búinn að vera með liðið í sex ár. Við munum skoða það og það er ekki tímabært að ræða þessi mál núna. Á einhverjum tímapunkti þarf samt að skipta um þjálfara,“ segir Ágúst og þverneitaði að ræða frekar um að hann væri að hætta. Handbolti Mest lesið Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Fresta aftur réttarhöldunum í morðmáli heimsmeistarans Sport Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
„Eins og leikurinn þróaðist þá áttum við að vera að löngu búin að gera út um þennan leik. Við klúðruðum örugglega 20 dauðafærum í leiknum,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins, eftir nauman 20-19 sigur á Sviss í gær. Ramune Pekarskyte skoraði sigurmark liðsins en stjarna leiksins var Florentina Stanciu sem varði 25 skot í íslenska markinu og var með hátt í 60 prósent markvörslu. Geggjuð frammistaða.Þarf margt að ganga upp Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins í undankeppni EM. Liðið var búið að tapa þrem leikjum í röð áður en kom að leiknum í gær. Stelpurnar eiga því enn möguleika á að komast áfram en sú von er þó veik enda eru hin liðin í riðlinum mun sterkari en Sviss. „Það þarf margt að ganga upp ef við eigum að fara áfram. Ef þessi leikur hefði tapast þá væri þetta búið. Það var mjög jákvætt að ná í sigur eftir það sem á undan var gengið.“ Ágúst segir að það eigi sínar skýringar af hverju hafi ekki gengið betur í þessari undankeppni en raun ber vitni. „Við höfum ekki mikið viljað tala um það en það vantar sterka leikmenn í liðið. Leikmenn eins og Rut Jónsdóttur og Birnu Berg Haraldsdóttur sem eru sterkar skyttur. Það munar um það og svo vantar Þóreyju Rósu líka. Breiddin er ekkert svakalega mikil en til framtíðar þá er fullt af flottum leikmönnum að koma upp. Það er heilmikil framtíð í þessu liði,“ segir Ágúst.Vildi komast oftar í lokakeppni Stelpurnar komust í lokakeppni stórmóts árin 2010, 2011 og 2012. Síðan hefur ekki gengið að koma liðinu alla leið. Er Ísland að dragast aftur úr öðrum liðum í kvennaboltanum? „Auðvitað hefðum við viljað vera inni á fleiri stórmótum. Við vorum mjög nálægt því fyrir síðasta EM. Við erum aðeins að narta í hælana á hinum liðunum en auðvitað hefðum við viljað vera oftar með á stórmótum,“ segir landsliðsþjálfarinn. En hvað þarf til að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu?Vantar fleiri atvinnumenn „Við þurfum að fá fleiri sterka leikmenn. Við vorum með fleiri stelpur að spila erlendis og það hafa leikmenn verið að koma heim aftur. Þær stelpur sem eru að spila úti eru að æfa með betri leikmönnum og allar æfingar eru erfiðari. Mitt mat er að við þurfum að koma fleiri stelpum út sem eru að komast í landsliðsklassa. Stelpur eins og Hrafnhildur Hanna, Thea og fleiri stelpur. Það mun síðan auka gæðin í landsliðinu. Það að við séum án sterkra leikmanna núna eykur samt breiddina í landsliðinu núna sem er mjög gott til lengri tíma litið.“Hættir hann í sumar? Ágúst er með samning við HSÍ fram á sumarið en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá landsliðinu síðan 2011. Heyrst hefur að hann ætli sér að hætta með liðið er samningurinn rennur út. „Ég er nú bráðum búinn að vera með liðið í sex ár. Við munum skoða það og það er ekki tímabært að ræða þessi mál núna. Á einhverjum tímapunkti þarf samt að skipta um þjálfara,“ segir Ágúst og þverneitaði að ræða frekar um að hann væri að hætta.
Handbolti Mest lesið Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Fresta aftur réttarhöldunum í morðmáli heimsmeistarans Sport Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira