Innlent

Hátíðardagskrá á aldarafmæli ASÍ

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Frá skrúðgöngu ASÍ á baráttudegi verkalýðsins.
Frá skrúðgöngu ASÍ á baráttudegi verkalýðsins. Vísir/Daníel
Alþýðusamband Íslands heldur upp á aldarafmæli sitt í dag með hátíðardagskrá víða um land. Boðið er upp á fría tónleika á fjórum stöðum á landinu í dag og í kvöld.

Í Hörpu í Reykjavík hefst dagskráin klukkan tvö í dag, þar sem einnig verður boðið upp á ýmsa aðra viðburði sem enda með tónleikum í Eldborg í kvöld. Einnig verða tónleikar á Ísafirði, Akureyri og í Neskaupstað í kvöld. Öll sæti á kvöldtónleikana eru setin þar sem fólk gat sent inn beiðni um fría miða fyrirfram.

Mikill fjöldi listamanna kemur fram á tónleikunum. Á Akureyri spila Agent Fresco og Emmsjé Gauti og Ylja  á Ísafirði Mugison og Lára Rúnars og í Neskaupsstað koma Úlfur Úlfur, Lay Low og Bjartmar Guðlaugsson fram. Í Reykjavík spila Retro Stefson, Mannakorn, Valdimar, Mammút og Hundur í óskilum í eldborgarsal Hörpu. Í dag er boðið upp á tónleika með Páli Óskari og Úlfi Úlfi í Norðurljósasalnum.

Lúðrasveit verkalýðsins blæs til tónleika í Kaldalóni klukkan hálf sex og ASÍ býður gestum Hörpu upp á afmælisköku, kaffi og djús í tilefni aldarafmælisins. Ekki þarf að ná sér í miða til að taka þátt í fjölskylduskemmtuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×