Erlent

Múslimi leiðtogi kristilegs flokks

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Muhammed Tahsin, sem kjörinn var leiðtogi Kristilega demókrataflokksins í Eskilstuna í Svíþjóð á laugardaginn fyrir viku, er múslimi.

Í kjölfar frétta af kjöri Muhamm­eds Tahsin hefur hann sætt ofsóknum á samfélagsmiðlum. Sumir kváðust óttast að múslimar tækju stjórn bæjarins í sínar hendur. Flokksfélagar formannsins hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við hann og einnig ýmsir einstaklingar.

Sjálfur bendir Tahsin á að trú flokksfélaganna skipti ekki máli, heldur stefna þeirra. Í viðtali við Eskilstuna Kuriren kveðst hann undrandi á vanþekkingu fólks. „Það tekur orðinu lýðræði sem gefnu og telja sig geta niðurlægt og sært aðra eins og því sýnist,“ segir Tahsin við Eskilstuna Kuriren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×