Fótbolti

Lánssamningur Hannesar staðfestur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Hannes Þór Halldórsson hefur verið lánaður til norska úrvalsdeildarfélagsins Bodö/Glimt en það var staðfest á heimasíðu NEC Nijmegen í dag.

Hannes Þór er að jafna sig á axlarmeiðslum sem hann varð fyrir í haust þegar hann fór úr axlarlið á landsliðsæfingu.

Sjá einnig: Hannes á leið til Noregs

Hjá Bodö/Glimt fær hann tækifæri til að komast aftur í leikæfingu fyrir EM í sumar en Hannes hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins undanfarin ár.

Lánssamningurinn gildir til 18. júlí en Hannes er samningsbundinn NEC til 2017.


Tengdar fréttir

Hannes á leið til Noregs

Landsliðsmarkvörðurinn spilar samkvæmt norskum miðlum með Bodö/Glimt fram að EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×