Erlent

Ætla að hafa forystu í loftslagsmálum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Trudeau er fyrsti forsætisráðherra í 19 ár sem boðið er í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna.
Trudeau er fyrsti forsætisráðherra í 19 ár sem boðið er í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. Fréttablaðið/EPA
Leiðtogar Bandaríkjanna og Kanada heita því að lönd þeirra hafi forystu um að draga úr notkun kolefna.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Barack Obama Bandaríkjaforseti skýrðu frá þessu í Washington í gær.

Þeir segjast með þessu vilja fylgja eftir samkomulaginu, sem tókst á alþjóðlegu loftslagsráðstefnunni í París í lok síðasta árs.

„Báðir leiðtogarnir líta svo á að Parísarsamkomulagið hafi markað tímamót í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsbreytingum og við að tryggja hagvöxt með nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa,“ segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu. Trudeau er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, fyrstur kana­dískra forsætisráðherra í nærri tvo áratugi.

„Það var kominn tími til,“ sagði Obama þegar hann tók á móti Trud­eau, og tók fram að þeir hefðu svipað viðhorf til heimsins.

Trudeau tók undir þetta og hugði gott til glóðarinnar: „Nú skulum við taka til hendinni við að móta okkar sameiginlegu framtíð.“

Obama á minna en ár eftir í embættinu en Trudeau var kosinn fyrir fáeinum mánuðum.

Bæði löndin hafa lengst af staðið sig illa í loftslagsmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×