Umfjöllun: Sviss-Ísland 22-21 | Stelpurnar stigalausar á botninum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2016 20:30 Ramune Pekarskyte. Vísir/Pjetur Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði naumlega á móti Sviss í kvöld, 22-21, í þriðju umferðinni í sínum riðli í undankeppni EM 2016. Íslensku stelpurnar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum og eru stigalausar á botninum. Stórleikur Florentinu Stanciu í marki íslenska liðsins nægði ekki í kvöld því sóknarleikur íslenska liðsins var áfram til vandræða. Íslensku stelpurnar komust mest þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik, 8-5, en var bara einu marki yfir í hálfleik, 10-9. Svissneska liðið byrjaði seinni hálfleikinn betur og tók frumkvæðið sem liðið hélt út leikinn. Leikurinn var jafn og spennandi nær allan tímann en svissnesku stelpurnar náðu tveggja marka forystu á lokakaflanum og lönduðu sínum fyrsta sigri í keppni síðan 2010. Karen Knútsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk fjögur þeirra komu af vítalínunni. Solveig Lára Kjærnested var líflegust í sóknarleiknum og Ramune Pekarskyte byrjaði mjög vel en heilt yfir var sóknin vandaræðaleg gegn grimmri og framliggjandi vörn svissneska liðsins. Svissneska liðið spilaði síðan skynsaman og þolinmóðan sóknarleik og skoruðu þær oft ódýr mörk eftir langar sóknir. Íslenska liðið náði ekki mörgum hraðaupphlaupum í leiknum og lítið flæði var í íslensku sóknini á móti 3:2:1 vörninni. Svissneska liðið skoraði fyrsta markið í leiknum en íslenska liðið svaraði með tveimur mörkum í röð úr hraðri miðju annarsvegar og úr annarri bylgju hinsvegar. Íslensku stelpurnar voru eftir það með frumkvæðið í fyrri hálfleiknum. Íslenska liðið komst í 5-3 og 8-5 en þrjú mörk svissneska liðsins í röð vann upp forskotið á stuttum tíma. Íslenska liðið var samt skrefinu á undan allan hálfleikinn og einu marki yfir í hálfleik, 10-9. Sóknarleikurinn gekk ekki vel á móti framliggjandi og grimmri vörn svissneska liðsins. Klaufalegir tapaðir boltar gáfu svissneska liðinu nokkur ódýr mörk og liðið nýtti ekki vel stöðuna manni fleiri í eina skiptið sem stelpurnar fiskuðu Svisslending útaf. Svissnesku stelpurnar voru sterkari maður á móti manni og réðu því bæði við að dekka íslensku stelpurnar framarlega sem og að labba nokkrum sinnum í gegnum íslensku vörnina. Florentina Stanciu átti frábæran leik í íslenska markinu í fyrri hálfleiknum og var þá þegar búin að verja 13 skot þar af tvö víti. Það þýðir 59 prósent markvörslu. Þrír leikmenn íslenska liðsins voru markahæstar með þrjú mörk og höfðu því skorað öll mörk liðsins nema eitt. Þetta voru þær Ramune Pekarskyte, Solveig Lára Kjærnested og Karen Knútsdóttir. Hildigunnur Einarsdóttir skoraði fyrsta mark íslenska liðsins í seinni hálfleiknum og kom Íslandi tveimur mörkum yfir, 11-9. Þá tók við skelfilegur kafli og þrjú svissnesk mörk í röð. Íslenska liðið komst ekki aftur yfir í leiknum en hélt muninum í einu marki fram eftir leik. Í stað þess að byggja á því sem gekk vel í fyrri hálfleiknum varð sóknarleikurinn enn stirðari í þeim síðari. Svissnesku stelpurnar komust tveimur mörkum yfir, 21-19, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir og það reyndist íslenska liðinu óyfirstíganlegt. Íslenska liðið náði ekki að jafna leikinn og Sibylle Scherer fór langt með að tryggja Sviss sigurinn þegar hún skoraði úr vítakasti þegar hálf mínúta var eftir. Íslensku stelpurnar þurfa ekki að bíða lengi eftir því að fá að bæta fyrir þennan leik því liðin mætast aftur á Ásvöllum á sunnudaginn. Þar fá þær tækifæri til að sýna og sanna að það geta miklu betur en í kvöld. Handbolti Mest lesið Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Fresta aftur réttarhöldunum í morðmáli heimsmeistarans Sport Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði naumlega á móti Sviss í kvöld, 22-21, í þriðju umferðinni í sínum riðli í undankeppni EM 2016. Íslensku stelpurnar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum og eru stigalausar á botninum. Stórleikur Florentinu Stanciu í marki íslenska liðsins nægði ekki í kvöld því sóknarleikur íslenska liðsins var áfram til vandræða. Íslensku stelpurnar komust mest þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik, 8-5, en var bara einu marki yfir í hálfleik, 10-9. Svissneska liðið byrjaði seinni hálfleikinn betur og tók frumkvæðið sem liðið hélt út leikinn. Leikurinn var jafn og spennandi nær allan tímann en svissnesku stelpurnar náðu tveggja marka forystu á lokakaflanum og lönduðu sínum fyrsta sigri í keppni síðan 2010. Karen Knútsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk fjögur þeirra komu af vítalínunni. Solveig Lára Kjærnested var líflegust í sóknarleiknum og Ramune Pekarskyte byrjaði mjög vel en heilt yfir var sóknin vandaræðaleg gegn grimmri og framliggjandi vörn svissneska liðsins. Svissneska liðið spilaði síðan skynsaman og þolinmóðan sóknarleik og skoruðu þær oft ódýr mörk eftir langar sóknir. Íslenska liðið náði ekki mörgum hraðaupphlaupum í leiknum og lítið flæði var í íslensku sóknini á móti 3:2:1 vörninni. Svissneska liðið skoraði fyrsta markið í leiknum en íslenska liðið svaraði með tveimur mörkum í röð úr hraðri miðju annarsvegar og úr annarri bylgju hinsvegar. Íslensku stelpurnar voru eftir það með frumkvæðið í fyrri hálfleiknum. Íslenska liðið komst í 5-3 og 8-5 en þrjú mörk svissneska liðsins í röð vann upp forskotið á stuttum tíma. Íslenska liðið var samt skrefinu á undan allan hálfleikinn og einu marki yfir í hálfleik, 10-9. Sóknarleikurinn gekk ekki vel á móti framliggjandi og grimmri vörn svissneska liðsins. Klaufalegir tapaðir boltar gáfu svissneska liðinu nokkur ódýr mörk og liðið nýtti ekki vel stöðuna manni fleiri í eina skiptið sem stelpurnar fiskuðu Svisslending útaf. Svissnesku stelpurnar voru sterkari maður á móti manni og réðu því bæði við að dekka íslensku stelpurnar framarlega sem og að labba nokkrum sinnum í gegnum íslensku vörnina. Florentina Stanciu átti frábæran leik í íslenska markinu í fyrri hálfleiknum og var þá þegar búin að verja 13 skot þar af tvö víti. Það þýðir 59 prósent markvörslu. Þrír leikmenn íslenska liðsins voru markahæstar með þrjú mörk og höfðu því skorað öll mörk liðsins nema eitt. Þetta voru þær Ramune Pekarskyte, Solveig Lára Kjærnested og Karen Knútsdóttir. Hildigunnur Einarsdóttir skoraði fyrsta mark íslenska liðsins í seinni hálfleiknum og kom Íslandi tveimur mörkum yfir, 11-9. Þá tók við skelfilegur kafli og þrjú svissnesk mörk í röð. Íslenska liðið komst ekki aftur yfir í leiknum en hélt muninum í einu marki fram eftir leik. Í stað þess að byggja á því sem gekk vel í fyrri hálfleiknum varð sóknarleikurinn enn stirðari í þeim síðari. Svissnesku stelpurnar komust tveimur mörkum yfir, 21-19, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir og það reyndist íslenska liðinu óyfirstíganlegt. Íslenska liðið náði ekki að jafna leikinn og Sibylle Scherer fór langt með að tryggja Sviss sigurinn þegar hún skoraði úr vítakasti þegar hálf mínúta var eftir. Íslensku stelpurnar þurfa ekki að bíða lengi eftir því að fá að bæta fyrir þennan leik því liðin mætast aftur á Ásvöllum á sunnudaginn. Þar fá þær tækifæri til að sýna og sanna að það geta miklu betur en í kvöld.
Handbolti Mest lesið Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Fresta aftur réttarhöldunum í morðmáli heimsmeistarans Sport Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira