Tækifærin í markaðssetningu raforku Friðrik Larsen skrifar 20. apríl 2016 07:00 Framtíðin er full af spennandi tækifærum og það er undir okkur öllum komið hvernig við nýtum þau. Það er raforkumarkaður ekki undanskilinn, þó svo hann hafi hingað til verið nokkuð einsleitur. Framleiðsla á hreinni orku hér á landi mun til lengri tíma skapa þjóðarbúinu miklar tekjur og um leið gefa Íslendingum tækifæri til að hafa gífurleg áhrif á alþjóðavísu. Sem fyrr segir hefur raforkumarkaður verið einsleitur hingað til, bæði hér á landi og erlendis. Einstaklingar og fyrirtæki hafa keypt orku af opinberum fyrirtækjum og borgað rafmagnsreikninginn án þess að spyrja margra spurninga – eða það sem verra er, að lengi vel var ekki val um annað. Helstu samskipti orkufyrirtækja og neytenda hafa hingað til verið mánaðarlegur reikningur fyrir áætlaðri notkun.Orka sem söluvara Þetta er þó að breytast hratt og með samkeppni á markaði og sífellt breytilegri tækni hafa einstaklingar og fyrirtæki loks val um hvaðan og hvernig þau kaupa raforku. Samhliða aukinni þörf og kröfu um vistvæna orku eru neytendur meðvitaðir um þörfina fyrir aukin gæði, betri þjónustu og samkeppnishæf verð. Þeir söluaðilar raforku sem mæta þessum þörfum munu vinna markaðinn, ef þannig má að orði komast. Þeir aðilar munu ná árangri með vörumerkjafræðina (e. branding) að vopni. Rafmagn er í raun hrávara sem gengur kaupum og sölum. Hægt er að gefa orkunni þýðingu sem skiptir neytendur máli. Því skiptir vörumerkjastjórnun máli þegar neytendur geta í auknari mæli valið hvaðan þeir kaupa orkuna. Við þekkjum öll heimsfræg vörumerki á borð við Apple, Google og Amazon. Ekkert þessara fyrirtækja fann upp nýja vöru þannig séð. Tölvur voru til áður en Apple fór að framleiða sínar tölvur og Google var ekki fyrsta leitarvélin svo tekin séu dæmi. Þrátt fyrir það hafa þessi vörumerki ákveðna þýðingu í hugum okkar og vörumerkið eitt og sér kemur ákveðnum skilaboðum áleiðis til neytenda. Skilaboðum sem fela í sér gæði, verð og tilfinningu. Það sama mun gerast hjá þeim rafmagnsveitum sem tileinka sér öfluga vörumerkjastjórnun.Fyrsta skrefið Dagana 19. og 20. september næstkomandi verður haldin hér á landi ráðstefna um markaðssetningu raforku. Ráðstefnan er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum en þar koma saman margir af stærstu og mikilvægustu söluaðilum raforku í heiminum. Meðal ræðumanna eru aðilar sem hafa yfirburðaþekkingu á viðfangsefninu, þ.e. raforkumarkaði sem og vörumerkjastjórnun. Þátttakendur ráðstefnunnar hafa um leið tækifæri til að mynda öflugt tengslanet í geiranum og sækja sér þekkingu. Markaðssetning á raforku er nær óþekkt hugtak á alþjóðavísu og ráðstefnan er því um leið mikilvægur frumkvöðlavettvangur. Hún vekur einnig athygli á Íslandi, hreinleika landsins við framleiðslu á raforku, þeim tækifærum sem til staðar eru í íslensku viðskiptalífi og síðast en ekki síst þeirri þekkingu og reynslu sem er til staðar hér á landi hvort sem litið er til orkugeirans, akademíunnar eða viðskiptalífsins í heild sinni. Þarna verða stigin fyrstu skrefin í því að nýta tækifæri framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Framtíðin er full af spennandi tækifærum og það er undir okkur öllum komið hvernig við nýtum þau. Það er raforkumarkaður ekki undanskilinn, þó svo hann hafi hingað til verið nokkuð einsleitur. Framleiðsla á hreinni orku hér á landi mun til lengri tíma skapa þjóðarbúinu miklar tekjur og um leið gefa Íslendingum tækifæri til að hafa gífurleg áhrif á alþjóðavísu. Sem fyrr segir hefur raforkumarkaður verið einsleitur hingað til, bæði hér á landi og erlendis. Einstaklingar og fyrirtæki hafa keypt orku af opinberum fyrirtækjum og borgað rafmagnsreikninginn án þess að spyrja margra spurninga – eða það sem verra er, að lengi vel var ekki val um annað. Helstu samskipti orkufyrirtækja og neytenda hafa hingað til verið mánaðarlegur reikningur fyrir áætlaðri notkun.Orka sem söluvara Þetta er þó að breytast hratt og með samkeppni á markaði og sífellt breytilegri tækni hafa einstaklingar og fyrirtæki loks val um hvaðan og hvernig þau kaupa raforku. Samhliða aukinni þörf og kröfu um vistvæna orku eru neytendur meðvitaðir um þörfina fyrir aukin gæði, betri þjónustu og samkeppnishæf verð. Þeir söluaðilar raforku sem mæta þessum þörfum munu vinna markaðinn, ef þannig má að orði komast. Þeir aðilar munu ná árangri með vörumerkjafræðina (e. branding) að vopni. Rafmagn er í raun hrávara sem gengur kaupum og sölum. Hægt er að gefa orkunni þýðingu sem skiptir neytendur máli. Því skiptir vörumerkjastjórnun máli þegar neytendur geta í auknari mæli valið hvaðan þeir kaupa orkuna. Við þekkjum öll heimsfræg vörumerki á borð við Apple, Google og Amazon. Ekkert þessara fyrirtækja fann upp nýja vöru þannig séð. Tölvur voru til áður en Apple fór að framleiða sínar tölvur og Google var ekki fyrsta leitarvélin svo tekin séu dæmi. Þrátt fyrir það hafa þessi vörumerki ákveðna þýðingu í hugum okkar og vörumerkið eitt og sér kemur ákveðnum skilaboðum áleiðis til neytenda. Skilaboðum sem fela í sér gæði, verð og tilfinningu. Það sama mun gerast hjá þeim rafmagnsveitum sem tileinka sér öfluga vörumerkjastjórnun.Fyrsta skrefið Dagana 19. og 20. september næstkomandi verður haldin hér á landi ráðstefna um markaðssetningu raforku. Ráðstefnan er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum en þar koma saman margir af stærstu og mikilvægustu söluaðilum raforku í heiminum. Meðal ræðumanna eru aðilar sem hafa yfirburðaþekkingu á viðfangsefninu, þ.e. raforkumarkaði sem og vörumerkjastjórnun. Þátttakendur ráðstefnunnar hafa um leið tækifæri til að mynda öflugt tengslanet í geiranum og sækja sér þekkingu. Markaðssetning á raforku er nær óþekkt hugtak á alþjóðavísu og ráðstefnan er því um leið mikilvægur frumkvöðlavettvangur. Hún vekur einnig athygli á Íslandi, hreinleika landsins við framleiðslu á raforku, þeim tækifærum sem til staðar eru í íslensku viðskiptalífi og síðast en ekki síst þeirri þekkingu og reynslu sem er til staðar hér á landi hvort sem litið er til orkugeirans, akademíunnar eða viðskiptalífsins í heild sinni. Þarna verða stigin fyrstu skrefin í því að nýta tækifæri framtíðarinnar.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun