Erlent

Stefnir allt í að forseti Brasilíu verði ákærður

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stærsti flokkurinn á brasilíska þinginu hefur yfirgefið stjórn Dilmu Rouseff, forseta Brasilíu.
Stærsti flokkurinn á brasilíska þinginu hefur yfirgefið stjórn Dilmu Rouseff, forseta Brasilíu. Vísir/Getty
Vonir Dilma Rousseff forseti Brasilíu um að sitja út kjörtímabil sitt eru að litlu orðnar eftir að stærsti flokkurinn á brasilíska þinginu ákvað í dag að yfirgefa ríkisstjórn hennar. Líklegt þykir að hún verði ákærð vegna spillingarmáls sem hún er flækt í.

Talið er líklegt að ákvörðun Brasilísku lýðræðishreyfingarinnar muni gera það að verkum að smærri flokkar á þingi muni einnig láta af stuðningi sínum við Roussef sem stendur frammi fyrir atkvæðagreiðslu í neðri deild brasilíska þingsins um að ákæra hana fyrir spillingarmál sem hún teygir anga sína víða um brasilískt samfélag.

Sjá einnig: Einn dáðasti stjórnmálamaður Brasilíu flæktur í umfangsmikið spillingarmál

Eftir brotthvarf Brasilísku lýðræðishreyfingarinnar leiðir hún nú brothætta minnihlutastjórn. Embættismenn innan stjórnar forsetans telja að enn megi bjarga lífi ríkisstjórnarinnar en það er þó talið ólíklegt. Andstæðingar forsetans hafa nú meirihluta fyrir því að samþykkja ákærur á hendur Rousseff.

Spillingarmálið sem lögreglan grunar Roussaef og Luiz Inacio Lula da Silva, forvera hennar í starfi, um að tengjast nær víða um brasilískt samfélag. Tugir viðskiptajöfra og stjórnmálamanna, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, eru grunaðir um að spillingu en meðal annars er talið að pólitíkusum hafi verið mútað af mönnum í viðskiptalífinu sem vildu ná hagstæðum samningum við ríkisrekna olíurisann Petrobras.



Sjá einnig: Luka ákærður fyrir fjárdrátt

Rousseff segir að engin lagalegur grundvöllur sé fyrir ákæru á hendur sér og að allar tilraunir til þess væru ekkert annað valdarán af hálfu pólitískra andstæðinga sinna. Verði Roussef ákærð verður henni vikið úr störfum í 180 daga á meðan málið er rekið fyrir efri deild þingsins. Eftir það verður tekin ákvörðun hvort reka eigi Roussef úr embætti forseta.


Tengdar fréttir

Dómari setur lögbann á skipun Lula

Dilma Rousseff Brasilíuforseti skipaði í gær forvera sinn, Luiz Inacio Lula da Silva, í embætti starfsmannastjóra forsetaembættisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×