Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld þegar Ísland vann 3-2 endurkomusigur á Grikkjum í Aþenu.
Íslenska landsliðið hafði ekki unnið landsleik með sína bestu menn síðan í september á síðasta ári en tókst að vinna í kvöld þrátt fyrir að lenda 2-0 undir. „Það var karakter í strákunum," sagði Heimir og sigurinn sem slíkur breytir ekki miklu fyrir liðið.
„Þetta er meira til að slá á fjölmiðlana finnst mér. Það að við unnum þennan leik á móti Grikkjum þýðir það ekki að menn komi með blússandi sjálfstraust eftir tvo mánuði," sagði Heimir og bætti við:
„Það er öðruvísi í landsliði heldur en í félagsliði. Nú skiptir öllu máli hvað leikmaðurinn gerir næstu tvo mánuði hjá sínu félagsliði hvort hann komi með bullandi sjálfsraust í næsta landsliðsverkefni," segir Heimir.
„Mér fannst þetta góð frammistaða og það er það sem skiptir öllu máli. Ef við getum síðan byggt ofan á þetta og gera betur hluti sem við vorum að vinna í eftir þennan Danaleik. Mér fannst við gera það nokkuð vel í dag," sagði Heimir en var lengra viðtal við hann í Fréttablaðinu í fyrramálið.
Heimir eftir sigurinn á Grikkjum: Meira til að slá á fjölmiðlana
Tengdar fréttir

Róttækar breytingar á byrjunarliðinu
Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Grikkjum á eftir.

Leik lokið: Grikkland - Ísland 2-3 | Loksins íslenskur sigur
Ísland lenti 2-0 undir í Grikklandi en Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á í hálfleik og lagði upp tvö mörk.

Heimir um Hjört: Sorglegt ef að þetta er eins slæmt og þetta lítur út núna
Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði A-landsliðs Íslands í fyrsta sinn í kvöld þegar Ísland vann 3-2 endurkomu sigur á Grikkjum í Aþenu.