Lýðheilsa sumra, ekki allra Guðmundur Edgarsson skrifar 29. mars 2016 06:00 Þjóðfélagsverkfræðingar af ýmsu tagi halda því fram að verði aðgengi að áfengi bætt með sölu þess í matvöruverslunum muni lýðheilsu þjóðarinnar hnigna. Lýðheilsufræðingar hafa nefnilega komist að því að sé áfengi eingöngu selt í sérstökum vínbúðum leiti fólk ógjarna þangað nema að undangenginni vel ígrundaðri ákvörðun. Verði vín hins vegar selt í matvöruverslunum stóraukist hætta á að fólk sem þykir sopinn góður laumi bjór eða vínflösku í matarkörfuna. Þessi sjónarmið eru reist á sandi. Þannig er að áfengi er þegar á ýmsan hátt jafnaðgengilegt fólki eins og því væri stillt upp innan um annan varning í kjörbúðum. Vínbúðin í Spönginni er staðsett við hliðina á Hagkaupum í sömu byggingu. Svo náið er sambýli þessara tveggja verslana að inngangur þeirra er sameiginlegur. Vínbúðin gæti allt eins verið ein deild í Hagkaup rétt eins og kjöt- og mjólkurdeildin enda innangengt á milli. Svipaða sögu er að segja af nábýli Vínbúðarinnar í Mosfellsbæ og Bónus. Búðirnar eru staðsettar hlið við hlið í sama verslunarkjarnanum án þess að lýðheilsunni sé ógnað. En áfengi er ekki bara aðgengilegt fjölda fólks við matarinnkaup í ýmsum verslunarmiðstöðvum. Allstór hópur fólks þarf starfs síns vegna að ferðast erlendis þar sem ódýrt áfengi blasir víða við. Nefna má hópa eins og flugáhafnir, viðskiptamenn og embættismenn svo ekki sé minnst á okkar háttvirtu alþingismenn. Svo er annar handleggur að margir einstaklingar innan þessara hópa mega ekki til þess hugsa að almenningur njóti sama aðgengis og þeir sjálfir. Óþarfi er að nefna nöfn í því samhengi en óneitanlega kemur í hugann fólk eins og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Kári Stefánsson. Svo virðist því sem stór hópur fólks sé undanþeginn kröfunni um bætta lýðheilsu þjóðarinnar en til þess ætlast af öðrum að þeir einir beri þann kross. Slíka mismunun er vitaskuld ekki hægt að líða í þjóðfélagi jafnaðarhyggju. Einfaldasta leiðin til að vinna gegn þess háttar ójöfnuði er því að leyfa sölu áfengis í kjörbúðum og treysta fólki til að nálgast þá vöru á sama hátt og aðra matvöru.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þjóðfélagsverkfræðingar af ýmsu tagi halda því fram að verði aðgengi að áfengi bætt með sölu þess í matvöruverslunum muni lýðheilsu þjóðarinnar hnigna. Lýðheilsufræðingar hafa nefnilega komist að því að sé áfengi eingöngu selt í sérstökum vínbúðum leiti fólk ógjarna þangað nema að undangenginni vel ígrundaðri ákvörðun. Verði vín hins vegar selt í matvöruverslunum stóraukist hætta á að fólk sem þykir sopinn góður laumi bjór eða vínflösku í matarkörfuna. Þessi sjónarmið eru reist á sandi. Þannig er að áfengi er þegar á ýmsan hátt jafnaðgengilegt fólki eins og því væri stillt upp innan um annan varning í kjörbúðum. Vínbúðin í Spönginni er staðsett við hliðina á Hagkaupum í sömu byggingu. Svo náið er sambýli þessara tveggja verslana að inngangur þeirra er sameiginlegur. Vínbúðin gæti allt eins verið ein deild í Hagkaup rétt eins og kjöt- og mjólkurdeildin enda innangengt á milli. Svipaða sögu er að segja af nábýli Vínbúðarinnar í Mosfellsbæ og Bónus. Búðirnar eru staðsettar hlið við hlið í sama verslunarkjarnanum án þess að lýðheilsunni sé ógnað. En áfengi er ekki bara aðgengilegt fjölda fólks við matarinnkaup í ýmsum verslunarmiðstöðvum. Allstór hópur fólks þarf starfs síns vegna að ferðast erlendis þar sem ódýrt áfengi blasir víða við. Nefna má hópa eins og flugáhafnir, viðskiptamenn og embættismenn svo ekki sé minnst á okkar háttvirtu alþingismenn. Svo er annar handleggur að margir einstaklingar innan þessara hópa mega ekki til þess hugsa að almenningur njóti sama aðgengis og þeir sjálfir. Óþarfi er að nefna nöfn í því samhengi en óneitanlega kemur í hugann fólk eins og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Kári Stefánsson. Svo virðist því sem stór hópur fólks sé undanþeginn kröfunni um bætta lýðheilsu þjóðarinnar en til þess ætlast af öðrum að þeir einir beri þann kross. Slíka mismunun er vitaskuld ekki hægt að líða í þjóðfélagi jafnaðarhyggju. Einfaldasta leiðin til að vinna gegn þess háttar ójöfnuði er því að leyfa sölu áfengis í kjörbúðum og treysta fólki til að nálgast þá vöru á sama hátt og aðra matvöru.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun