Handbolti

Magnús Óli og Tandri héldu upp á páskana með stórsigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Magnús Óli kom til Ricoh frá FH fyrir tímabilið.
Magnús Óli kom til Ricoh frá FH fyrir tímabilið. vísir/andri marinó
Íslendingaliðið Ricoh hélt upp á páskana með því að rúlla yfir Drott, 41-24, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Sjö íslensk mörk litu dagsins ljós á heimavelli Ricoh í dag. Magnús Óli Magnússon skoraði fimm mörk úr aðeins sex skotum og Tandri Már Konráðsson gerði tvö mörk úr fimm skotum. Sá síðarnefndi gaf auk þess fjórar stoðsendingar.

Úrslitin voru svo gott sem ráðin í hálfleik en þá var munurinn 15 mörk, 24-9. Seinni hálfleikurinn var því aðeins formsatriði en á endanum munaði 17 mörkum á liðunum, 41-24.

Þetta var þriðji sigur Ricoh í síðustu fimm leikjum en liðið fjarlægist fallsvæðið óðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×